Þrír karlmenn, einn fæddur 1989, annar árið 2000 og sá þriðji árið 1997, hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.
Mennirnir eru sakaðir um að hafa í félagi veist að manni fyrir utan Krambúðina við Borgarbraut á Akureyri, með ítrekuðum höggum og spörkum tveggja mannanna, en sá þriðji sló brotaþola þrisvar með kylfu.
Brotaþoli beinbrotnaði við árásina og hlaut mar og skrámur víðsvegar á líkamann.
Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyi þann 2. apríl næstkomandi.