fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 27. mars 2025 18:37

Silja Bára R. Ómarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild, hefur verið kjörin rektor Háskóla Íslands en niðurstöður seinni umferðar rektorskosninga voru kunngjörðar í Hátíðasal skólans í kvöld. Hún hlaut 50,7% greiddra atkvæða í kjörinu og verður tilnefnd í embætti rektors af háskólaráði til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Kjörfundur vegna rektorskosninga stóð frá kl. 9.00 miðvikudaginn 26. mars til kl. 17.00 fimmtudaginn 27. mars og fór kosning fram með rafrænum hætti. Í framboði voru Magnús Karl Magnússon prófessor og Silja Bára R. Ómarsdóttir prófessor.

Kjörskrá og kjörsókn

Sama kjörskrá lá til grundvallar í seinni umferð rektorskjörs og í þeirri fyrri. Á kjörskrá voru 14.557 einstaklingar, þar af 1.752 starfsmenn og 12.805 nemendur. Atkvæði greiddu alls 1.543 starfsmenn eða 88,1% á kjörskrá og 5.335 stúdentar eða 41,7% á kjörskrá. Alls greiddu því 6.878 atkvæði og var heildarkosningaþátttaka því 47,3%. Auðir seðlar voru 1,7% af greiddum atkvæðum.

Úrslit rektorskjörs

Atkvæði starfsfólks vógu 70% í kjörinu og atkvæði nemenda 30%.

Þar sem Silja Bára hlaut 50,7 prósent atkvæða hlýtur hún tilnefningu í embætti rektors. Háskólaráð annast tilnefninguna til menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra og verður hún til umfjöllunar á næsta fundi ráðsins fimmtudaginn 3. apríl. Það kemur svo í hlut ráðherra að skipa Silju Báru háskólarektor frá 1. júlí 2025 til 30. júní 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi

Dæmdur morðingi á reynslulausn þarf að fara aftur í fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“

RÚV gefur út leiðréttingu vegna umfjöllunar Spegilsins um mál Ásthildar Lóu – „Fréttastofa RÚV harmar þessi mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki

Gufunesmálið: Vinkona hins látna minnist hans – Heilabilun gerði hann varnarlausan gagnvart misindisfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar

Mál Írisar Helgu vindur upp á sig – Boðið að samþykkja nálgunarbann og sagðist saklaus af umsáturseinelti degi síðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“

Útsmognir þjófar á ferð: „Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu“