Mötuneytið Lindaskóla í Kópavogi fékk ekki góðan vitnisburð eftir skoðun Heilbrigðiseftirlits Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF), en skoðun fór fram þann 19. febrúar. Þar voru 48 atriði tekin til skoðunar og gerð krafa um umbætur í 40 tilvikum.
HEF segir í niðurstöðu skýrslunnar: „Mjög mikið er af frávikum sem þarf að fara í úrbætur á“ en skólinn fékk tveggja vikna frest til að bregðast við skýrslunni.
Meðal athugasemda voru eftirfarandi:
Skoðunarmaður gerði sérstaka athugasemd við að starfsfólk notaði ekki hárnet. Hluti starfsfólks var ekki heldur í vinnufötum. Skoðunarmaður benti starfsfólki á að það ætti að vera með hárnet í mötuneytinu en starfsfólk setti samt ekki upp hárnet. Eins var sérstaklega tekið fram í skýrslunni að matvæli eigi ekki að vera geymd á gólfinu. „Matvörur eiga ekki að vera geymdar á gólfinu. Það þarf að geyma matvæli uppi í hillum, á brettum, á vögnum eða í lokuðum umbúðum.