fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Frammistaða Hönnu Katrínar í Kastljósi í gærkvöldi vekur athygli – „Annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. mars 2025 11:00

Hanna Katrín í Kastljósi í gærkvöldi. Mynd/Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra var gestur Kastljóss í gærkvöldi ásamt Sigurður Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins.

Í þættinum var farið yfir yfirvofandi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og gætu veiðigjöldin tvöfaldast ef breytingarnar ná fram að ganga.

Sitt sýnist hverjum um þetta og hafa til dæmis Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sagt að frumvarpið komi til með að tvöfalda gjaldtökuna á sjávarútveginn og valda auknum rekstrarerfiðleikum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar talað um leiðréttingu og segir að greinin ráði vel við breytingarnar.

Í þættinum var farið yfir þessi mál og gagnrýndi Sigurður Ingi ríkisstjórnina, sagði hana í „panikk-ástandi“ á meðan Hanna Katrín varði yfirvofandi breytingar með kjafti og klóm. Hlaut hún mikið lof fyrir frammistöðu sína ef marka má umræðuna á samfélagsmiðlum.

„Frammistaða Hönnu Katrínar Friðriksson í Kastljósi kvöldsins var þvílík að annað eins hefur ekki sést í háa herrans tíð. Loksins er kominn fram stjórnmálamaður með bein í nefinu gagnvart stórútgerðinni. Rökföst, réttsýn og skelegg. Sigurður Ingi átti ekkert í þennan nagla – enda hafði hún sterkari málstað,” sagði til dæmis Ólína Þorvarðardóttir, prófessor og deildarforseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.

Mynd/Skjáskot RÚV

Margir tóku undir orð hennar í athugasemdum. „Hún var geggjuð,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, fyrrum þingkona Samfylkingar. „Sammála,“ sagði Kristján Berg Ásgeirsson, kenndur við Fiskikónginn, undir athugasemd Helgu Völu. „Hún var hörku flott,“ sagði Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra. „Hvílík drottning,“ sagði leikarinn Valdimar Örn Flygenring.

Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður lét sitt ekki eftir liggja. „Ríkisstjórnin lofar góðu. Frábær frammistaða Hönnu Katrínar Friðriksson gegn allt að því aumkunarverðum málsvara auðugustu manna landsins,” sagði hann.

Lýður Árnason, læknir og kvikmyndagerðarmaður, hrósaði henni einnig.

„Hanna Katrín Friðriksson, atvinnumálaráðherra, átti sína eldskírn í Kastljósi kvöldsins og stóð sig feikivel. Umræðan var hærri veiðigjöld á sjávarútveginn. HKF rökstuddi mál sitt vel og klári ríkisstjórnin málið mun þjóðin að óbreyttu fá meiri arð af sinni auðlind,“ sagði hann og klykkti út með þessum orðum:

„Ég segi bara: Áfram ríkisstjórn og látið ekki væl kvótagreifa sem nánast eru búnir að kaupa upp allt Ísland á ykkur fá.“

Hér má sjá Kastljós gærkvöldsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast

Notkun á gagnvirkum skjám mun snaraukast
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“

„Þetta er ein af verstu sviðsmyndunum sem við vorum búin að teikna upp“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“

Fengu litla sem enga aðstoð eftir slys: „Kom þá í ljós að það vissi enginn af þeim“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra

Stjörnublikksdóminum snúið við – Sönnuðu þjófnað á sölustjóra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi
Fréttir
Í gær

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi