fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Undarlega veru rak á land við Breiðamerkursand – „Þetta minnir mig á demógorgon úr Stranger Things“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 13:30

Ferðamaðurinn tók myndir af þessari stórundarlegu veru. Mynd/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendir ferðamenn rákust á undarlega veru, eða hluta úr veru, á gangi á Breiðamerkursandi. Líktist þetta helst sæskrímsli eða geimveru úr amerískum kvikmyndum.

„Hvað er þetta? Ég sá þessu skolað á land á Breiðamerkursandi?“ segir ferðamaðurinn sem tók myndirnar af verunni undarlegu. Birtir hann myndirnar á samfélagsmiðlinum Reddit og spyr ráða.

Ágiskanir eru margar um hvað þetta sé. Eru þær hins vegar mislíklegar.

„Þetta minnir mig á demógorgon úr Stranger Things,“ segir einn. En það er skrímsli með hálfmennskan búk en höfuð sem minnir helst á blóm.

Annar nefnir að þetta sé eins og geimvera sem kom fyrir í þáttunum um Star Trek.

Demógorgon úr þáttunum Stranger Things.

Nefna sumir að þetta hljóti að vera einhvers konar fiskur. Sem sennilega hafi lent í kjafti sels eða annars rándýrs. Eða þá einhvers konar sæbjúga eða marglytta. Þó eru ekki allir sannfærðir um þær skýringar.

„Í alvörunni samt. Efri og neðri gómur af tönnum, rauðir vefir sem líkjast tálknum, einhvers konar mjúkvefur, en engin fiskbein, uggar eða þykkara brjósk,“ segir einn. „Ef þetta var bráð einhvers dýrs þá tók það alla ómeltanlegu hlutana en skyldi eftir það sem flest önnur dýr myndu éta.“

 Veist þú lesandi góður hvað þetta er?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“
Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“