fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Pútín lætur passa kúkinn sinn – Náðu samt að komast yfir upplýsingar um erfðaefni hans

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 04:10

Pútín hefur haldið heilsufarsupplýsingum sínum leyndum. Mynd:EPA/Sputnik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín leggur mikið á sig til að halda upplýsingum um heilsufar sitt leyndum. Þegar hann ferðast til útlanda hefur einn lífvarða hans það mikilvæga starf að safna saur hans saman til að hægt sé að taka hann með heim til Moskvu.

En nú virðist tölvuþrjótum hafa tekist að komast yfir upplýsingar um erfðaefni forsetans. Bild og TSN skýra frá þessu og segja að rannsóknin á erfðaefninu hafi verið gerð af rannsóknarfyrirtækinu Genotek í desember 2022.

Niðurstaða hennar er að erfðafræðileg samsetning Pútíns tilheyrir hópnum E1b1b-E-V13 sem er að sögn sjaldgæfur í Rússlandi en er hins vegar algengur í Kósóvó.

Þessi samsetning hefur verið tengd við aukna hættu á að fá ákveðna sjúkdóma, til dæmis blöðruhálskrabbamein.

Orðrómar um heilsufar Pútíns hafa verið á sveimi árum saman, að sögn einnig hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum.

Dan Sabbagh, ritstjóri varnar- og öryggismála hjá The Guardian, skrifaði til dæmis 2022 að heimildarmenn innan leyniþjónustustofnana hefðu tekið eftir „miklum breytingum“ á persónuleika Pútíns frá 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar

Um 100 manna hópur strandaglópar í Barcelona eftir að flugvél frá Play var snúið við vegna bilunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið

Brotist inn í verslun og sjóðsvél stolið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming