fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Jónas Már tætir í sig þá sem hæðast að Guðmundi Inga eftir ávarpið umtalaða – „Ólýðræðislegur stéttahroki af verstu sort“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 26. mars 2025 09:30

Jónas Már segir Guðmund Inga búa yfir gagnlegri og mannlegri reynslu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jónas  Már Torfason, lögfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segir þá sem gera sér mat úr ávarpi Guðmundar Inga Kristinssonar á brotakenndri ensku sýna af sér stéttahroka af verstu sort. Það mannlega og ófullkomna sé ekki veikleiki heldur styrkleiki.

„Einhverjir virðast ætla að gera sér mat úr ávarpi nýs mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundar Inga Kristinssonar, sem hann flutti á leiðtogafundi í menntamálum í morgun,“ segir Jónas Már í færslu á samfélgasmiðlum sem hefur vakið mikla athygli. „Ræðan er óneitanlega á eilítið brotakenndri ensku og virðist einhverjum þykja það merki um að hann sé ekki embættinu vaxinn. Slíkt er auðvitað ólýðræðislegur stéttahroki af verstu sort.“

Er hann að vísa til ávarps Guðmundar Inga Kristinssonar, nýs mennta- og barnamálaráðherra, á leiðtogafundi í Silfurbergi í Hörpu í gærmorgun. En þar var rætt um áskoranir í skólakerfinu.

Snýst um pólitíska forystu

Jónas Már segir að það eigi ekki að vera krafa að vera langskólagenginn til þess að gegna pólitískum embættum. Ráðherraembættið snúist um pólitíska forystu og ráðherrum til aðstoðar við framkvæmd pólitískrar sýnar sinnar er lítill her af langskólagengnum sérfræðingum sem Jónas Már segist ekki efast um að tali allir lýtalausa ensku.

„Ákveðnir hópar samfélagsins virðast hafa vanist völdum og þess vegna líka vanist ákveðinni staðalímynd af því hvernig fólk sem fer með völd lítur út, talar og hegðar sér,“ segir hann. „Þessir hópar, fyrrum valdhafar sem þola ekki að hafa misst valdasprotann frá sér, hafa sótt að Flokki fólksins að undanförnu af hömlulausri heift einmitt því að flokkurinn og fulltrúar hans passa ekki þeirri staðalímynd.“

Gagnleg og mannleg reynsla styrkur

Vísar hann til þess að í æviágripum Guðmundar Inga sem nú hafa verið reifuð komi fram að hann hafi starfað sem smiður, lögreglumaður og afgreiðslumaður í verslun. Það er áður en hann varð  öryrki eftir bílslys þegar við tók áralöng barátta við kerfið.

„Er það ekki gagnlegri og mannlegri reynsla en hjá mörgum öðrum sem hafa setið í ríkisstjórn?“ spyr Jónas Már. „Og er það kannski ekki bara fegurðin við lýðræðið að maður með þennan bakgrunn geti náð kjöri og einmitt verið fulltrúi þeirra sem hafa ekki farið með völd; fulltrúi fólks sem hefur á einhvern hátt fallið milli skips og bryggju í kerfinu — einmitt það fólk sem hinn „hefðbundni“ ráðherra á erfitt með að sjá og skilja og einmitt það fólk sem helst þarf að hjálpa til að bæta kerfið. Þannig það má vel vera að Guðmundur tali ekki fullkomna ensku og að aðrir ráðherrar Flokk fólksins séu ekki með þann bakgrunn sem fólk hefur vanist af ráðherrum. En það mannlega og ófullkomna er ekki veikleiki þeirra heldur styrkleiki,“ segir hann að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans