fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Hópamyndun ungmenna í gærkvöldi: Lögreglumaður kýldur og annar bitinn

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. mars 2025 07:22

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með eftirlit með hópamyndun ungmenna við verslunarkjarna í gærkvöldi. Um var að ræða lögreglumenn í umdæmi lögreglustöðvar 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti.

Í skeyti frá lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að eitt ungmenni hafi haft sig mest í frammi og gekk það öskrandi að lögreglumanni en var ýtt frá.

„Ungmenni kýldi þá lögreglumanninn í síðuna og beit svo annan þegar verið var að yfirbuga og færa í handjárn. Svo fundust fíkniefni á viðkomandi,“ segir lögregla.

Í sama umdæmi var tilkynnt um ungmenni í sjoppu með ónæði en þau voru farin þegar lögregla kom á vettvang.

Þá komst 17 ára ökumaður í hann krappan í umdæmi lögreglustöðvar 1 eftir að tilkynnt var um að hann hefði verið að spóla í hringi á bifreiðastæði við verslun. Dekk var sagt hafa sprungið og bifreiðin endað á vegriði. Hún var óökufær á eftir en ökumaður óslaður. Þar sem ökumaðurinn ungi er einungis 17 ára voru foreldrar upplýstir um málsatvik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi

Öryggissérfræðingur telur að Ísland sé næst á matseðli Trump á eftir Grænlandi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu

Könnun Icelandair – Mikill meirihluti hefur áhyggjur af gervigreind í ferðaþjónustu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Enginn vildi koma í viðtal til Stefáns Einars

Enginn vildi koma í viðtal til Stefáns Einars
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta
Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi