Í skeyti frá lögreglu nú í morgunsárið kemur fram að eitt ungmenni hafi haft sig mest í frammi og gekk það öskrandi að lögreglumanni en var ýtt frá.
„Ungmenni kýldi þá lögreglumanninn í síðuna og beit svo annan þegar verið var að yfirbuga og færa í handjárn. Svo fundust fíkniefni á viðkomandi,“ segir lögregla.
Í sama umdæmi var tilkynnt um ungmenni í sjoppu með ónæði en þau voru farin þegar lögregla kom á vettvang.
Þá komst 17 ára ökumaður í hann krappan í umdæmi lögreglustöðvar 1 eftir að tilkynnt var um að hann hefði verið að spóla í hringi á bifreiðastæði við verslun. Dekk var sagt hafa sprungið og bifreiðin endað á vegriði. Hún var óökufær á eftir en ökumaður óslaður. Þar sem ökumaðurinn ungi er einungis 17 ára voru foreldrar upplýstir um málsatvik.