fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fréttir

Jákvæð rekstrarafkoma fimmta árið í röð 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 25. mars 2025 10:24

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Póstsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ársskýrsla Íslandspósts 2024 var gefin út á aðalfundi félagsins í gær. Fimmta árið í röð er rekstrarafkoman jákvæð. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þrátt fyrir ýmsar áskoranir hafi hagræðing og aukin velta skilað árangri.  

Samkeppni á pakkamarkaði, ný samkeppni á bréfamarkaði og erlendar sendingar höfðu mikil áhrif á rekstur félagsins. Velta félagsins var þó 7.640 m.kr. og jókst um 531 m.kr. milli ára, eins og segir í tilkynningu.

Íslandspóstur hagnaðist um 187 m.kr. á síðasta ári. Eigið fé félagsins er 3.822 m.kr. EBITDA, afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, nam 823 m.kr. 2024 og EBITDA-hlutfallið var 10,8%. Um er að ræða næsthæstu EBITDA sl. 10 ár. 

Stöðugildum fækkaði milli ára en þau voru 460 í árslok 2024 samanborið við 472 árið áður. Áframhaldandi fjárfestingar í sjálfvirknivæðingu kerfa Póstsins hefur skilað sér í hraðari afgreiðslu erlendra skráðra sendinga. Hraðinn er slíkur að um 95% af slíkum sendingum inn á höfuðborgarsvæðið skila sér innan sólarhrings og yfir 90% á landsbyggðina innan tveggja daga. 

Ýmsar tæknibreytingar hafa verið gerðar í gegnum tíðina hjá Póstinum. Má geta þess að Fyrirtækjasíður Póstsins, sem voru byggðar fyrir viðskiptavini Póstsins, fengu verðlaun SVEF fyrir besta innri vef fyrirtækja núna í mars. 

Íslandspóstur fjármagnar alþjónustu að fullu árið 2024. Greiðsla frá ríkinu barst að hluta til í byrjun janúar 2025 og afgangur um miðjan mars 2025. Nam upphæð alþjónustunnar 618 m.kr. sem er greiðsla vegna veittrar þjónustu fyrir hönd ríkisins. 

Á árinu hefur póstboxum fjölgað úr 90 í 119. Póstboxin hafa hlotið afar góðar viðtökur viðskiptavina Póstsins sem greinilega eru ánægðir með það að geta sótt sendingar sínar í póstboxin hvenær sem þeim hentar, að nóttu sem degi. 

Samkeppnisumhverfi breyst hratt

Í máli Þórhildar Ólafar Helgadóttur, forstjóra Póstsins, á aðalfundinum í gær, kom fram að samkeppnisumhverfið breytist hratt. „Hlutverk Póstsins er þó óbreytt; það er að tengja fólk, fyrirtæki og samfélög með því að miðla vörum, gögnum og upplýsingum til viðskiptavina um allt land og víða veröld. Aðgengi að viðeigandi póstþjónustu er afar mikilvægur þjónustuþáttur fyrir íbúa landsins og styður við meginmarkmið byggðaáætlunar um blómlegar byggðir og öfluga byggðakjarna sem stuðlar að jöfnu aðgengi að grunnþjónustu sem póstþjónustan er. Hún er því mikilvægt byggðamál sem verður að nálgast út frá hagsmunum þeirra sem þjónustunnar njóta og styður við búsetufrelsi fólksins í landinu.” 

Þá sagði Þórhildur jafnframt að Pósturinn hefði eignast 16 nýja rafbíla á árinu og hlutfall farartækja sem gangi fyrir umhverfisvænum orkugjöfum væri 59%. „Grænar leiðir á Reykjanesskaga og Norðurlandi eru einnig til marks um stórstígar framfarir í umhverfismálum hjá Póstinum. Þess má líka geta að öll bréfadreifing er græn á höfuðborgarsvæðinu og að mestu í stærri þéttbýliskjörnum þar sem rafmagnspósthjól eru nýtt við dreifinguna.“ 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“

Haukur hraunar yfir RÚV og segir sannleiksgildi hafa verið sniðgengið og falsfréttir fluttar – „Jók á tortryggni og trúnaðarbrest“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Karl Steinar: Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna

Karl Steinar: Lögregla gæti kallað til fleiri hundruð óbreytta Íslendinga ef allt fer í skrúfuna
Fréttir
Í gær

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun

Meintur brotaþoli var kærður fyrir árás á Hauk – Lögregla felldi niður málið og ákærði Hauk fyrir manndrápstilraun
Fréttir
Í gær

Bandarískir ráðamenn ræddu óvart viðkvæm hernaðarmálefni við blaðamann Atlantic

Bandarískir ráðamenn ræddu óvart viðkvæm hernaðarmálefni við blaðamann Atlantic