fbpx
Laugardagur 29.mars 2025
Fréttir

„Líf mitt umturnaðist bara á nokkrum dögum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. mars 2025 18:00

Jakob og Berglind. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jakob van Oosterhout leikari var aðeins 25 ára gamall þegar hann var greindur með illkynja eistnakrabbamein eftir að hann fór að finna fyrir verkjum í öðru eistanu. 

„Ég er bara sendur í aðgerð tveimur, þremur dögum síðar. Þetta gerist ótrúlega hratt. Það er frumsýning hjá okkur á verki sem við lékum í einhverjum sjö dögum síðar og svo vorum við að fara til Lettlands í skólaferð,“ segir Jakob, sem segist hafa þrjóskast í gegnum þetta allt. 

Þegar Jakob greindist var hann búinn að vera í sambandi með kærustu sinni, Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, í fjóra mánuði. Parið segir í viðtali við Sigurlaugu Jónasdóttur í Segðu mér að Berglind hafi einsett sér að vera til staðar fyrir Jakob. „Þetta snerist ekki um neitt nema að vera klettur fyrir hann.“ Foreldrar hans voru í vinnuferð erlendis þegar þau fengu fréttirnar og gátu ekki komið heim til að styðja hann í gegnum aðgerðina. Berglind var því dugleg að senda þeim myndir og uppfæra þau um næstu skref. Þarna hafi móðir Jakobs fundið að nýja tengdadóttirin væri sú rétta.

Íhugaði að taka sér frí frá námi

Eftir greininguna íhugaði Jakob að taka sér frí frá námi. Læknirinn sagði honum að hægt væri að fjarlægja æxlið með aðgerð og litlar líkur væru á að hann þyrfti að fara í geisla- eða lyfjameðferð og ákvað Jakob því að halda áfram.

„Sem betur fer reyndist það þannig. Núna er ég bara í eftirliti á hálfs árs fresti. Þannig ég fékk leyfi og fann það bara í sjálfum mér. Það sem mér fannst skemmtilegast að gera, og finnst, er að leika. Það hjálpaði mér bara ótrúlega mikið í gegnum þennan tíma,“ segir Jakob sem viðurkennir að hafa verið skíthræddur. 

„Maður er í leiklistarskólanum að sprikla alla daga og fer nokkuð vel með sig. Síðan bara kemur þetta og það er bara rosalegt áfall. Maður er enn þá að vinna úr því, tveimur árum síðar. Þetta fór bara ótrúlega vel. Ég var ótrúlega lánsamur sem betur fer.“

Jakob segist hafa verið mjög meðvitaður um að ætla sér ekki að bæla áfallið niður með því að vinna mikið. „Heldur ætlaði ég bara að vinna og hafa gaman ð afþví og tala um þetta opinskátt. Fara til sálfræðings og ræða við Beggu og foreldra mína um þetta. Það var það besta sem ég gat gert á þeim tíma,“ segir Jakob er kominn með niðurstöður úr síðustu skimun og er ánægður með að ekkert hafi fundist. 

Faðir Berglindar lést árið 2021, 54 ára gamall eftir að hafa glímt við nýrnakrabbamin í fjögur ár. Hún endurupplifði sárar minningar þegar Jakob greindist. „Þetta hefur auðvitað haft mikil áhrif og maður þroskast mjög hratt við að upplifa eitthvað svona. En eitt af því sem ég hef líka tekið eftir er mjög mikill heilsukvíði.“

„Það má gráta. Maður þarf ekki alltaf að harka af sér,“ segir Berglind. „Það er gott að minna sig á það.“

Parið leikur saman í söngleiknum Stormi eftir Unu Torfadóttur og Unni Ösp Stefánsdóttur sem sýndur er í Þjóðleikhúsinu. Þau segja bæði að leiklistin hafi hjálpað þeim í gegnum erfiða tíma. 

„Maður verður líka að passa sig þar. Ég hef alltaf heyrt að leikarinn er ekkert á sviði nema bakpokinn. En maður þarf samt að passa upp á hið persónulega, að vera ekki alltaf að fara fram úr sjálfum sér og nota úr eigin lífi. Maður verður að setja einhver mörk. En þetta hjálpar mér samt rosalega mikið,“ segir Berglind.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“

Diljá Mist varpar ljósi á sorglegan veruleika: „Foreldrar vinkonunnar uggandi yfir stöðunni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn

Fyrrum formaður Samfylkingarinnar sendir ríkisstjórninni tóninn
Fréttir
Í gær

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands

Silja Bára kjörin rektor Háskóla Íslands
Fréttir
Í gær

Alma gagnrýnir Bigga Veiru fyrir sorpgjörninginn – „Ekki boðlegt að blaðamönnum séu send svona skilaboð“

Alma gagnrýnir Bigga Veiru fyrir sorpgjörninginn – „Ekki boðlegt að blaðamönnum séu send svona skilaboð“