Kvikmyndaskóli Íslands er gjaldþrota og hafa starfsmenn skólans ekki fengið greidd laun. Þetta kemur fram í frétt RÚV en þar er vitnað í tölvupóst sem rektor skólans, Hlín Jóhannsdóttir, sendi starfsfólki og nemendum fyrir stundu.
Í tölvupóstinum kemur fram að Hlín biðjist afsökunar á töfum á launagreiðslum og segir hún að stjórnendur séu í áfalli yfir fréttunum.
Allt kapp sé lagt á að halda starfseminni gangandi og sé fundað með ráðuneytum um framhaldið. Vonast Hlín til þess að í síðar í dag muni draga til tíðinda.