fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Andra Snæ brugðið þegar hann fletti nafninu sínu upp

Ritstjórn DV
Mánudaginn 24. mars 2025 11:30

Andri Snær Magnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andri Snær Magnason, rithöfundur og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, segir farir sínar ekki sléttar eftir að hann fletti nafninu sínu upp í gagnagrunni sem aðgengilegur er á vef fréttamiðilsins The Atlantic.

Fréttamiðillinn hefur fjallað um notkun Meta, móðurfélags Facebook, á Library Genesis (LibGen) til að þjálfa gervigreindarlíkön sín.

Birti miðillinn á dögunum umfjöllun sem varpaði ljósi á umfang málsins og gerði lesendum einnig kleift að slá inn nöfn rithöfunda og hvaða verk eftir þá hafa verið notuð. Birti hann skjáskot af sínum niðurstöðum máli sínu til stuðnings og sagði:

„Hér sést að META þessi síða hér – hefur stolið að minnsta kosti tíu bókum frá mér til að þjálfa gervigreindarmódelið mitt. Þau notuðu sjóræningjasíðu og tróðu bókunum inn í svartholið sitt. Ef þið hittið Mark Z megið þið gjarnan ræna hverju sem er frá honum. Húfu, brimbretti, kóða. Ykkar er valið. Nei djók – það væri í alvöru ráð fyrir útgefendur heimsins að senda honum reikning upp á milljarð dollara. Já og írónían að skrifa þetta hér frítt,“ sagði Andri Snær.

Blaðamaður sló að gamni inn fleiri íslenskum rithöfundum og má til dæmis sjá að verk eftir höfunda á borð við Halldór Laxness, Arnald Indriðason og Yrsu Sigurðardóttur hafa einnig ratað þangað inn.

Færsla Andra Snæs vakti talsverða athygli og lögðu margir orð í belg undir henni. „Andstyggð,“ sagði til dæmis Egill Helgason fjölmiðlamaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar