fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Máni hættur að versla við veitingastaði sem spila gervitónlist – „Ég veit að eldhúsið er jafn skítugt og tónlistin sem staðurinn spilar“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. mars 2025 13:30

Máni segir að við eigum að vera stoltari af íslensku tónlistarfólki og hampa því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Máni Pétursson, umboðsmaður og knattspyrnuþjálfari, ætlar ekki að snæða á veitingastöðum þar sem spiluð er „gervitónlist“. Það er tónlist á streymisveitunni Spotify sem búin er til af gervitónlistarmönnum.

„Spotify er viðbjóður. Það er svo sem ekkert leyndarmál. Við sem þjóð getum samt gert betur,“ segir Máni í færslu á samfélagsmiðlum í dag.

Tilefnið er frétt mbl.is um gervitónlistarmenn á sænsku streymisveitunni Spoitify. Það er að Spotify hafi látið framleiða tónlist fyrir vinsæla lagalista. Þekktum tónlistarmönnum sé smám saman ýtt út fyrir þetta og nýliðar komi að lokuðum dyrum. Reynt sé að telja hlustendum trú um að þetta sé alvöru fólk, meðal annars Íslendingar.

Þetta er val

Máni beinir spjótum sínum að íslenskum veitingastöðum og verslunum. Stöðum sem taka þátt í þessu.

„Á hverjum degi fer ég inn á kaffihús í verslanir eða veitingastaði á Íslandi. Þar sem verið er að spila einhverjar kósý píanó útgáfur af þessum gervitónlistar mönnum en ekki ALVÖRU TÓNLIST!“ segir hann með áherslu.

Bendir hann á að það kosti þessa staði nákvæmlega jafn mikið að spila gervitónlist og efni íslenskra tónlistarmanna. Þetta snúist aðeins um val hvers og eins.

„Verslun eða veitingastaður sem er að streyma þessu erlenda drasli er ekki að fá mín viðskipti í framtíðinni,“ segir Máni. „Því ég veit að eldhúsið er jafn skítugt og tónlistin sem staðurinn spilar.“

Eigum að vera stoltari

Máni segist ekki vera að segja að það eigi aðeins að spila íslenska tónlist á veitingastöðum og verslunum. Hann myndi þó kjósa það sjálfur. Hins vegar eigi alls ekki að spila tónlist eftir gervilistamenn.

Sjá einnig:

Björk segir Spotify það versta sem komið hafi fyrir tónlistarfólk – Þetta var borgað út á síðasta ári

„Mitt álit er samt að við eigum að vera stoltari af tónlistinni sem við gerum við höfum náð mögnuðum árangri erlendis ekki stærri þjóð og það er svo fáránlega mikið af frumlegum og góðum tónlistarmönnum á Íslandi,“ segir Máni.

Lítill hluti til baka

Spotify fær 2,8 milljarða króna í tekjur frá Íslandi á ári hverju. Á bilinu 400 til 500 milljónir sitja eftir fyrir íslenska útgefendur og tónlistarmenn. Hægt sé að hækka þá tölu verulega ef staðirnir velji að spila tónlist Íslendinga.

„Það hefur verið rætt hjá Félagi hljómplötuframleiðenda að fara veita fyrirtækjum smáum sem stórum sérstaka viðurkenningu fyrir að spila íslenskt. Ég legg til að stef og allir tengdir aðilar komi með í þá vegferð,“ segir hann að lokum. „Það er skemmtilegra og líklegra til árangurs að peppa fólk til góðra verka en með því að ég sé að hóta að hætta að versla við þau. Íslensk músík er bara fucking töff músík og ef þú ert með töff rekstur ef þú spilar íslenskt efni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“