fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Leita manns sem gufaði upp á Íslandi árið 1999 – „Lenti hann í slysi? Var hann myrtur?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. mars 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk samtök, sem aðstoða fjölskyldur við leit að týndum ástvinum, leita nú að manni, Frédéric Chabanel, sem hvarf sporlaust á Íslandi árið 1999. Vitað er að hann starfaði á Íslandi í stuttan tíma en svo er eins og jörðin hafi gleypt hann. Frédéric notaði aldrei farmiðann heim aftur til Frakklands.

Sagðist ætla að flytja til Íslands

„Í 25 ár hefur Chabanel fjölskyldan velt fyrir sér hvað kom fyrir Frédédric. 25 ár síðan leitin skilað engu,“ segir Caroline Fauveau, hjá samtökunum ARPD (Assistance et Recherche de Personnes Disparues) sem hafa aðstoðað Frakka við að finna týnda ástvini síðan snemma á síðustu öld.

Frédéric Chabanel var fæddur árið 1975 og var því aðeins 24 ára gamall þegar hann týndist. Hann kom til Íslands sem ferðamaður þann 26. júní árið 1999 en eftir 22. ágúst er ekkert vitað um ferðir hans. Vitað er að hann mætti ekki í flugið sem hann átti heim til Frakklands.

Í reikningsupplýsingum sést að Frédéric tók út fé í Búnaðarbankanum við komuna til landsins og í síðasta skiptið 22. ágúst. Þann 21. júlí er vitað að hann hafi gist á Hótel Ísafirði.

Einn dag í ágústmánuði hringdi Frédéric heim í fjölskyldu sína. Sagði hann að honum liði vel á Íslandi og ætlaði að flytja þangað. Hann sagði að hann hefði fengið vinnu á fiskibát og á veitingastað. Þetta var í síðasta skiptið sem fjölskyldan talaði við hann.

„Síðan þá hafa engar fréttir borist, engar símhringingar, engin bréf, ekkert!“ segir Caroline. En fram til þessa hafði Frédéric verið í reglulegum samskiptum við bróður sinn.

Frédéric Chabanel var 24 ára þegar hann hvarf á Íslandi. Myndir/ARPD

Hlýtur að hafa talað við Íslendinga

Að sögn samtakanna var hvarfið tilkynnt og leit að Frédéric fór fram á Íslandi árið 1999. Hún hafi hins vegar engu skilað. Athygli vekur að ekkert var fjallað um hvarf hans í fjölmiðlum á sínum tíma.

ARPD hafa athugað hvort hann sé enn þá búsettur á Íslandi en engin gögn finnast um hann hér. Heldur finnst hann ekki í skrá yfir látna menn, hjá gardur.is.

„Lenti hann í slysi? Var hann myrtur? Ákvað hann að fara frá Íslandi og fara eitthvað annað?“ spyr Caroline. „Þess vegna þurfum við á ykkur að halda. Frédéric stundaði mikið göngur á Íslandi. Hann hlýtur að hafa varið kvöldunum á kránum að tala við Íslendinga.“

Með áberandi fæðingarblett á hálsi

Segir Caroline að ef fólk man eftir að hafa hitt Frédéric þetta sumar eða síðar þá vilji samtökin fá að heyra af því. Til dæmis vilja þau fá að vita um hvað hann talaði og hvort hann hafi haft áætlanir um að gera eitthvað sérstakt, til dæmis að fara til annarra landa, og þá hverra.

Frédéric væri fimmtugur ef hann væri á lífi í dag. Hann var með áberandi bleikan eða fjólubláan fæðingarblett á hálsinum.

Hann var 177 sentimetrar á hæð, með dökkbrúnt hár og brún augu. Hann var menntaður rafmagnsbifvélavirki.

Fólk sem gæti vitað eitthvað um málið er beðið um að hafa samband við ARPD. Tölvupóstfangið er international@arpd.fr.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar