Fjölmiðlanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hf. hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga um áfengi í auglýsingum með birtingu auglýsingar frá Víking brugghúsi á Vísir.is.
„Í ákvörðun Fjölmiðlanefndar kemur fram að umrædd auglýsing teljist til viðskiptaboða fyrir áfengi og að með miðlun þeirra á Vísi hafi Sýn hf., sem fjölmiðlaveita netmiðilsins, þar með brotið gegn 4. mgr. 37. gr. laga um fjölmiðla. Samkvæmt ákvæðinu eru viðskiptaboð fyrir áfengi óheimil,“ segir í tilkynningu Fjölmiðlanefndar um málið.
Hefur nefndin ákveðið að leggja tveggja milljóna króna sekt á Sýn vegna brotsins. Er þar tekið mið af því að Sýn hafi margítrekað brotið gegn ákvæðum laga um bann við áfengisauglýsingum.
Sjá nánar hér.