fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Fréttir

Össur kallar eftir að RÚV kanni hlut Áslaugar Örnu

Ritstjórn DV
Laugardaginn 22. mars 2025 18:25

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, veltir því upp hvort RÚV þurfi ekki að kanna mögulegan upplýsingaleka frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í tengslum við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- 0g menntamálaráðherra.

Sjá einnig: Tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu

Fyrrverandi tengdamóðir manns sem gat Ásthildi Lóu barn er hann var á sextánda ári og Ásthildur var 22 ára segist hafa beðið um fund með forsætisráðherra um málið. Sakar hún forsætisráðherra um trúnaðarbrest þar sem forsætisráðherra sagði Ásthildi frá fundarbeiðninni. Fréttir í þessa veru hafa verið gagnrýndar þar sem ljóst sé að konan hafi aflétt trúnaði á þessum upplýsingum með því að segja að Ásthildur mætti sitja fundinn líka. Sýnist sitt hverjum um þetta.

Einnig hefur komið fram að tengdamóðirin var í sambandi við Áslaugu Örnu. Össur segir í Facebook-færslu að þögn Áslaugar Örnu í málinu sé undarleg í ljósi þess hvað margir Sjálfstæðismenn hafa tjáð sig um það:

„Þarf ekki að rannsaka þátt Áslaugar Örnu?

„Hrútakofinn“ á Mogganum og ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins ásamt öðrum hafa velt sér upp úr „lekum“ úr forsætisráðuneytinu og reynt að koma höggi á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Af þingmönnum má nefna Hildi Sverrisdóttur og jafnvel nýkjörinn formann Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hins vegar vekur athygli ærandi þögn Áslaugar Örnu, yfirlýsingaglaðasta þingmanns flokksins, sem þó hefur ekki sparað sig um hvers kyns málefni eftir fallið í nýafstöðnu formannskjöri.

Nú er hins vegar upplýst að Áslaug Arna vissi af málinu löngu áður en það breikaði í fjölmiðlum. Það setur meintan „leka“ á upplýsingum Ólafar í allt annað og alvarlegra samhengi.

Grafin inn í frétt RÚV í gærkvöldi er frásögn af því að degi eftir að Ólöf tengdamóðir sendi forsætisráðuneytinu „langan og ítarlegan tölvupóst þar sem hún rakti erindi sitt“ sendi hún líka tölvupóst á Áslaugu Örnu. Var það kanski sami tölvupósturinn?

Samkvæmt frétt RÚV hafði því fólk í innsta hring Sjálfstæðisflokksins upplýsingar um málið undir höndum löngu áður en það komst til fjölmiðla . RÚV hefr til þessa kosið að fara ekki dýpra í málið. Er það til að vernda heimildarmenn sína?

Það var forystu Sjálfstæðisflokksins til minnkunar að freista þess að nota þetta mál til að sverta mannorð forsætisráðherra. Sérstaklega þegar haft er í huga að skv. RÚV hafði fallin erfðaprinsessa í flokknum upplýsingar um málið. Ætlar RÚV virkilega ekki að ganga eftir því að Áslaug Árna skýri stöðu sína í málinu?

Eftir ásakanir úr Sjálfstæðisflokknum um að forsætisráðherra sé ábyrg fyrir lekum af erindi sem henni barst er það skýlaus krafa að Áslaug Arna geri hreint fyrir sínum dyrum. Hvað gerði hún við þær upplýsingar sem henni bárust um málið?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi

Zelenskyy segir að Kínverjar framleiði vopn í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það

Trump hótar að loka stórum bandarískum sjónvarpsstöðvum – Þessi maður getur hjálpað honum við það
Fréttir
Í gær

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist

Myndbirting á Facebook varð til þess að 50 ára gamalt morðmál leystist