fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Þrjú börn handtekin eftir líkamsárás og skemmdarverk

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. mars 2025 07:14

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjú börn í Hafnarfirði í gærkvöldi fyrir skemmdarverk og líkamsárás.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Aldur barnanna kemur ekki fram í skeytinu en þau voru látin laus að loknu viðtali við lögreglu og barnavernd.

Fjórir menn voru svo handteknir í hverfi 104 vegna líkamsárásar og fyrir ólöglegan vopnaburð. Þeir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Einn til viðbótar var svo handtekinn í hverfi 203 vegna líkamsárásar og var viðkomandi vistaður í fangageymslu. „Minniháttar meiðsli,“ segir lögregla í skeyti sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“