fbpx
Föstudagur 21.mars 2025
Fréttir

Fær bætur eftir handtöku vegna aksturs á ADHD lyfjum á Akureyri – Þótti ör og með munnþurrk

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. mars 2025 17:00

Maðurinn var handtekinn við verslunarklasann Kaupangur. Skjáskot/ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskum manni voru dæmdar miskabætur vegna handtöku eftir akstur á ADHD lyfjum. Hafi hann ekki gert neitt sem hvatt hafi til handtöku.

Dómur í málinu féll 12. mars síðastliðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur. En maðurinn höfðaði málið gegn íslenska ríkinu vegna handtöku á Akureyri aðfaranótt 8. júlí árið 2023.

Maðurinn var stöðvaður við almennt umferðareftirlit klukkan 4:20 við matvöruverslun í verslunarklasanum Kaupangri við Mýrarveg. Var hann beðinn um að blása sem hann og gerði og sýndi mælirinn neikvæða niðurstöðu.

Ör og með munnþurrk

Þá var hann beðinn að koma og ræða við lögreglu í lögreglubílnum. Að sögn lögreglumanna var maðurinn með útþanin sjáöldur, þurr í munnvikum og virkaði nokkuð ör. Sagði hann lögreglumönnunum að hann notaði tvenns konar lyf. Annað þeirra væri Elvanse, amfetamínsskylt lyf sem notað er gegn ADHD. Það myndi gefa jákvæða niðurstöðu á fíkniefnaprófi.

Sagðist maðurinn hafa tekið lyfið um kvöldmatarleytið. Einnig að hann hefði orðið fyrir ítrekuðum afskiptum lögreglu fyrir nokkru og hann hafi sagt að hann vildi að lögregla myndi handtaka sig og myndi hann fallast á að gefa sýni í fíkniefnapróf.

Gaf hann munnvatnssýni á vettvangi sem sýndi jákvæða niðurstöðu fyrir amfetamín. Var hann þá handtekinn og færður á lögreglustöðina. Skömmu seinna kom læknir og dró úr honum blóðsýni. Var hann látinn laus eftir það. Handtakan stóð yfir í um 25 mínútur.

Þann 8. september var manninum tilkynnt að málið gegn honum hefði verið fellt niður hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Við rannsókn hafi komið fram að það hafi ekki þótt nægjanlegt eða líklegt til sakfellis.

Hafi gert allt rétt

Þann 26. september sendi maðurinn ríkislögmanni bréf og krafðist bóta vegna málsins, 300 þúsund króna. Þann 13. mars árið 2024 hafnaði ríkislögmaður kröfunni. Höfðaði hann þá mál þetta.

Vísaði maðurinn til þess að réttur manna til bóta vegna frelsissviptingar að ósekju sé varinn í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Hann hafi verið handtekinn, borinn sökum um refsiverða háttsemi og að lokinni rannsókn hafi málið verið fellt niður. Bótaréttur sé því fyrir hendi.

Sagðist hann ekki hafa stuðlað að því að hafa verið handtekinn. Hann hafi sýnt lögreglu fulla samvinnu og veitt fullnægjandi upplýsingar, bæði af fyrra bragði og þegar hann var spurður. Ekkert hafi verið athugavert við fas eða framkomu hans.

Ríkislögmaður taldi að þvingunaraðgerðir lögreglunnar á Norðurlandi eystra hafi verið lögmætar og því ætti að fella niður bætur. Hann hafi sjálfur valdið því að vera handtekinn og vísaði til munnvatnsprófsins og lýsinga lögreglumanna. Hann hafi heldur ekki sýnt vottorð um að hann sé með þann sjúkdóm sem þyrfti til að neyta þeirra efna sem í blóði hans mældust. Aðgerðir lögreglunnar hafi verið nauðsynlegar í þágu umferðareftirlits.

Bætur ekki skertar

Dómari tók undir röksemdir hins handtekna manns og að það bæri að skýra heimildir þröngt til að fella niður eða lækka bætur. Fram hafi komið að um almennt umferðareftirlit hafi verið að ræða og ekkert sérstakt tilefni til afskipta lögreglu af akstri mannsins.

Ítrekað hafi komið fram í dómaframkvæmd að ólöglegt amfetamín innihaldi bæði blöndu af svokölluðu l-amfetamíni og d-amfetamíni en lyfið Elvanse aðeins d-amfetamín. Elvanse sé með markaðsleyfi á Íslandi.

Var talið ósannað að maðurinn hefði valdið eða stuðlað að aðgerðum lögreglunnar og verða bætur því ekki felldar niður eða skertar. Samkvæmt dómaframkvæmd voru þær hins vegar ákveðnar 100 þúsund krónur en málskostnaður greiðist úr ríkissjóði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára

Ásthildur Lóa segir af sér – Eignaðist barn með unglingspilti þegar hún var 23 ára
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: „Þetta er, held ég, heimsmet í heimsku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans

Gufunesmálið: Maðurinn dó eftir að árásarmennirnir komust yfir fjármuni hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“

Hneykslast á umræðunni um Höllu: „Það er eins gott að ég varð ekki forseti, Morgunblaðið gæti fengið flog“