fbpx
Fimmtudagur 20.mars 2025
Fréttir

Hættulegt skotvopn tekið af sjómanni á Norðurlandi – Ekki sannað að hann hefði breytt byssunni

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 19. mars 2025 13:45

Riffill af gerðinni Ruger AR-15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjómaður á Norðurlandi var ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa í sinni vörslu riffil sem lögregla taldi breyttan í hálfsjálfvirkan. Dómstóll sýknaði manninn en gerði rifilinn upptækan þar sem hann þótti hættulegur.

Dómur í málinu féll þann 11. mars síðastliðinn í Héraðsdómstól Norðurlands eystra.

Lögreglu bárust upplýsingar um málið 5. desember árið 2022. Það er að lögreglumanni var sýnt myndband af manni vera að prófa riffil á skotsvæði. Sjáist að vopnið skjóti skothylki úr og það geri vopnið hálfsjálfvirkt. Ekki sást í andlit mannsins en hann var með áberandi húðflúr á höndum sem bentu til hver maðurinn væri.

Hættulegt vopn

Farið var í húsleit hjá honum þann 13. desember og níu vopn haldlögð. Þar á meðal var umræddur riffill, sem var að gerðinni Ruger AR-15.

Síðar, á ónefndum degi á árinu 2023, ákvað lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra að afturkalla skotvopnaréttindi mannsins til bráðabirgða. Þann 1. júlí árið 2024 var hann ákærður fyrir vopnalagabrot og farið fram á upptöku riffilsins.

Byssusmiður og tæknifræðingur var kvaddur til þess að leggja mat á virkni riffilsins. Gaspípa til að hleypa út brunagasi var ekki til staðar en svokallað gasblock var utan á hlaupinu sem bar þess merki að átt hafi verið við það. Þá hafði gat verið borað í gegnum hlaupið.

Við prófun á rifflinum kom í ljós blossi af brunagasi leiti upp um umrætt gat og í átt að skotmanninum þegar hleypt var af. Taldi matsmaðurinn að riffillinn væri í ónothæfu ástandi og jafn vel hættulegur þeim sem skýtur úr honum.

„Metið er svo að Ruger AR-15  serial  nr […] hafi verið breytt úr einskota handhlöðnum riffli yfir í  hálfsjálfvirkan riffil með tillit til þess sem á undan hefur komið fram,“ segir í skýrslu hans.

Neitaði hafa breytt rifflinum

Maðurinn sem átti riffilinn sagðist hafa fengið skotvopnaleyfi árið 2015. Hann hafi verið í skotfélagi, stundi veiðar og keppi í skotfimi. Hann hafi ekki sinnt viðgerðum á skotvopnum en taki stundum að sér þrif á skotvopnum í bílskúr foreldra sinna.

Sagðist hann vita vel að það sé ólöglegt að breyta skotvopnum. Sjálfvirk vopn séu ekki alfarið bönnuð á Íslandi og hann hafi sérstakt leyfi til þess að hafa þau.

Umræddan Ruger riffil keypti hann um páskana 2022 á 300 þúsund krónur. Þetta sé sportriffill og ekki óhefðbundið vopn. Ætlaði hann að nota riffilinn til að veiða tófu. Hann hafi aðeins einu sinni notað riffilinn, til að skjóta á mark og þá hafi hann handhlaðið hann. Vopninu hafi ekki verið breytt eftir að hann keypti það.

Aðspurður um myndbandið sagði hann að það væri annar Ruger riffill. Sá væri hálfsjálfvirkur. Kaus hann að tjá sig ekki um hver eigandinn af þeim riffli væri.

Ekki sannað

Taldi dómari að ekki væri komin fram sönnun þess, sem hafin væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi breytt eða látið breyta vopninu. Var hann því sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.

Hins vegar var byssan metin ólögleg og hættuleg. Var því fallist á kröfu lögreglustjóra um að riffillinn væri gerður upptækur. Sakarkostnaður í málinu, um 1,7 milljón króna fellur á ríkissjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn

Þingnefndin skoði lögreglu, en ekki blaðamenn
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“

Guðrún Kvaran gagnrýnir Höllu forseta: „Þá á hún að skrifa und­ir „Halla Tóm­as­dótt­ir“ og ekk­ert annað“