fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Fréttir

Tveir ósáttir síbrotamenn ollu rafmagnstruflunum á lögreglustöðinni á Akureyri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 16:00

Lögreglustöðin á Akureyri. Mynd: Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir síbrotamenn hafa verið ákærðir fyrir að valda eignaspjöllum á lögreglustöðinni við Þórunnargötu á Akureyri þann 12. maí í fyrra auk fjölda annarra brota. Um er að ræða tvo Litháa á fertugsaldri, Egidijus Smatauskas og Vygantas Smatauskas, en ákæra gegn þeim var birt í Lögbirtingablaðinu.

Þar kemur fram að mennirnir hafi verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar annarra mála og þeir þá tekið sig til og rifið niður loftljós sem var í klefanum og eyðilagt það. Egidijus hafi síðan tekið sig til og farið að fikta í rafmagnsvírunum sem héngu niður úr loftinu með þeim afleiðingum að rafmagnstruflanir urðu á lögreglustöðinni. Er farið fram á að tvímenningarnir sæti refsingu vegna brotsins og greiði skaðabætur upp á 179.230 krónur,

Málin sem voru til rannsóknar og mennirnir eru einnig ákærðir fyrir ásamt samverkakonu sinni, Judita Kulikauskiene, snúast um ítrekuð þjófnaðarbrot úr verslunum á Akureyri.

Alls eru þau þrjú ákærð fyrir fimm þjófnaðarbrot úr verslun Krónunnar við Tryggvabraut og sex þjófnaðarbrot úr öðrum verslunum í bænum, til að mynda Sport Direct og Elko, á tímabilinu 2-11. maí 2024 þar sem þau höfðu með sér varning fyrir háar fjárhæðir.

Þá eru Egidijus og Judita einnig ákærð fyrir peningaþvætti en þau hafi aflað sér um 5 milljónir króna með þjófnaðarbrotunum á tímabili frá því í desember 2023 fram í maí 2024. Vygantas er að auki ákærður fyrir að hafa í fórum sínum 1,76 grömm af maríhúana

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans

Þarf ekki að færa smáhýsið þó það sé of nálægt lóð nágrannans
Fréttir
Í gær

Hannes hjólar í kvennalandsliðið í handbolta – „Blessaðar stúlkurnar, allt sennilega sakleysingjar“

Hannes hjólar í kvennalandsliðið í handbolta – „Blessaðar stúlkurnar, allt sennilega sakleysingjar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tilkynnti að bílnum hefði verið stolið – Svo reyndist ekki vera

Tilkynnti að bílnum hefði verið stolið – Svo reyndist ekki vera
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Frændhygli hjá Trump og hans fólki – Bróðir varnarmálaráðherrans gerður að aðalráðgjafa hjá ráðuneytinu

Frændhygli hjá Trump og hans fólki – Bróðir varnarmálaráðherrans gerður að aðalráðgjafa hjá ráðuneytinu