fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Sauð upp úr á Kótelettunni með blóðugum hætti – „Getur þú hætt að fokking hrinda okkur?“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 18. mars 2025 12:30

Frá Kótelettunni. Mynd tengist frétt ekki beint. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið sýknaður af því að hafa skallað konu í andlitið á tónlistarhátíðinni Kótelettunni á Selfossi. Konan var blóðug og nefbrotin.

Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Suðurlands þann 10. mars síðastliðinn en var birtur í dag. Atvikið átti sér stað fyrir nærri þremur árum síðan, það er aðfaranótt sunnudagsins 10. júlí árið 2022 á tónleikasvæðinu Kótelettunnar við Hrísmýri á Selfossi.

Var maðurinn ákærður fyrir líkamsárás og gefið að sök að hafa tekið í hálsmál á jakka konu, kippt henni að sér og skallað hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut beinbrot vinstra megin á nefbeini.

Beinbrot og heilahristingur

Konan gaf skýrslu hjá lögreglu 26. júlí þetta ár. Sagðist hún hafa verið við Hvíta húsið að dansa með vinum sínum þegar maðurinn hafi hrint harkalega í bakið á henni. Hafi hún þá ýtt með olnboganum eða framhandleggnum í hann og öskrað: „Getur þú hætt að fokking hrinda okkur?“

Eftir það hafi hann gripið í hálsmálið á jakka hennar, kippt henni að sér og skallað í andlitið. Höggið hafi lent ofarlega á nefi og enni hennar. Sagði hún að viðbrögð hennar hefðu verið að skvetta úr glasi yfir hann þegar hann var á leið í burtu.

Árásin hafi haft mikil áhrif á hana, hún hafi tímabundið misst sjón á vinstra auganum, fengið heilahristing og beinbrot á nefi. Dagana á eftir hafi hún verið með svima og kastað upp.

Einhver hafi skvett á hann

Maðurinn gaf skýrslu hjá lögreglu þann 18. ágúst árið 2022. Kannaðist hann ekki við að hafa skallað stelpu á Kótelettunni fyrr um sumarið.

Sagðist hann hafa verið á hátíðinni með félögum sínum. Þegar liðið var á ballið hafi bjór verið skvett í andlitið á honum en hann hafi ekki séð hver það var sem skvetti. Þekkti hann ekkert til umræddrar stelpu.

Um hálftíma síðan hafi gæslan á ballinu komið og beðið hann um að yfirgefa svæðið. En ekkert meira hafi gerst þangað til.

„Semí brjálað“

Vitni af atvikinu gáfu einnig skýrslu. Meðal annars eitt vitni, karl, sem sagðist hafa séð manninn skalla konuna. Vitnið sagðist þó hafa verið mjög ölvaður og ekki muna atburðarásina fullkomlega.

Annað vitni, kona, sagðist hafa séð manninn „flugskalla“ konuna sem hafi hellt bjórnum yfir hann og allt orðið „semí brjálað.“

Einnig var lagt fram læknisvottorð dagsett 27. janúar árið 2023 sem sýnir að konan leitaði á Læknavakt 11. júlí og daginn eftir farið í tölvusneiðmynd. Hafi þar komið fram ótilfært brot í nefbeini vinstra megin. Einnig hafi verið einkenni heilahristings.

Ekki sannað

Eins og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Sagði dómari að framburður hans hefði verið stöðugur.  Hins vegar hafi lýsing á atvikum konunnar ekki verið í sömu tímaröð fyrir dómi og í lögregluskýrslu. Það er að fyrir dómi hafi hún sagst hafa skvett áður en hann hafi skallað sig en ekki öfugt. Einnig hafi framburður einhverra vitna verið frábrugðinn því sem fram kom í lögregluskýrslu.

„Er það mat dómsins að sannað megi telja að brotaþoli hafi orðið fyrir árás umrætt sinn, með  þeim afleiðingum sem greinir í ákæru. Hins vegar hefur samkvæmt framansögðu ekki komið nægilega fram,þannig að fullyrða megi, að ákærði hafi verið sá sem veittist að henni á þann hátt sem í ákæru greinir,“ segir í niðurstöðu dómsins. „Verður ekki ráðið af gögnum málsins að vitnum er gáfu skýrslu fyrir lögreglu hafi verið sýnd mynd af ákærða til að bera mætti kennsl á hann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum
Fréttir
Í gær

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG

Verktakar og birgjar sameinast um stuðning við UMFG
Fréttir
Í gær

„Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér, í sínu lífi“

„Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér, í sínu lífi“
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni
Fréttir
Í gær

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?