fbpx
Þriðjudagur 15.apríl 2025
Fréttir

Myndum lekið af iPhone 17 og þær gefa til kynna talsverðar breytingar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 21:30

Fullyrt er að svona komi nýjustu iPhone-símarnir til með að líta út.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tækninördar og aðrir áhugamenn um nýjustu vörur Apple bíða spenntir eftir því að sjá hvernig næsti iPhone-snjallsíminn kemur til með að líta út.

Búast má við því að iPhone 17 verði kynntur formlega til leiks í september næstkomandi eins og venjan hefur verið undanfarin ár og síminn fari svo í sölu stuttu síðar.

Sonny Dickson, sem fjallar um nýjustu tækninýjungarnar á markaðnum, birti á X-síðu sinni í vikunni myndir sem sagðar eru sýna hvernig iPhone 17 kemur til með að líta út.

Um er að ræða fjórar einskonar prufuútgáfur af símanum sem sýna talsverðar breytingar á bakhliðinni þar sem aðalmyndavél símans er staðsett.

Eins og sést er hver útgáfa með sína hönnun á bakhliðinni og þá eru símarnir í fjórum mismunandi stærðum. Ein útgáfa er til dæmis áberandi þynnri en hinar og í frétt New York Post er því velt upp að þarna sé á ferðinni iPhone Air sem á að vera mun þynnri en aðrir snjallsímar frá Apple.

Á síminn að koma í staðinn fyrir iPhone Pro-símann og verður hann aðeins 5,5 millimetrar á þykkt og mjög léttur.

Á sama tíma og Apple kynnir til leiks þunnan og léttan síma segir Tech Radar að Apple kynni einnig til leiks sinn dýrasta iPhone til þessa. Upplýsingar um hann, tæknibúnað og verð þar á meðal, hafa ekki verið gefnar út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“

Vasaþjófaplága herjar á Ísland – „Skipulögð brotastarfsemi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“

Segir að verði að vera hægt að ræða vinnubrögð RÚV – „Þið eruð öll bara í ruglinu ef þið gagnrýnið okkur“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“

Segir komið nóg af linkind stjórnvalda – „Tiltekt og fara út með ruslið (erlenda glæpamenn)“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu

Mannslátið í Garðabæ harmleikur velmegandi fjölskyldu
Fréttir
Í gær

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt

Mannslátið á föstudag – Málið sagt flókið og viðkvæmt
Fréttir
Í gær

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi

Umdeildur skólastjóri hættir: Segist hafa orðið fyrir „persónulegu einelti“ í starfi
Fréttir
Í gær

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi

Íslendingurinn sem leitað var að í Danmörku er fundinn heill á húfi
Fréttir
Í gær

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“

Íslenskir feðgar í þyrlunni rétt áður en hún hrapaði í Hudson-ána – „Erfitt að átta sig 14 ára á nálægðinni við dauðann“