fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Fréttir

Fundu 30 ára uppsafnaðan forhúðarost hjá giftum manni – Óbærileg fýla á læknastofunni

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 18. mars 2025 22:00

Smegminn var grjótharður eins og sést á myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lækni í Tævan brá í brún þegar hann fann grjótharðan forhúðarost á getnaðarlim sjúklings. Taldi hann ostinn hafa safnast upp á þrjátíu árum. Kom þetta á óvart í ljósi þess að maðurinn hafði verið lengi giftur en ástand hans benti til þess að lítið hefði gerst í svefnherberginu.

Greint er frá málinu í breska dagblaðinu The Daily Mail.

Maðurinn sem býr í borginni Taichung á vesturhluta eyjunnar var í sturtu síðastliðinn föstudag, 14. mars, þegar hann fann fyrir sársauka í getnaðarlimnum. Byrjaði allt í einu að brotna úr honum og harnaður skítur að falla niður í niðurfall sturtunnar.

Hélt hann að þetta væru nýrnasteinar og brunaði beinustu leið á sjúkrahús. Þar tók á móti honum Chen Zhaoan, þvagfæralæknir. Þegar Zhaoan dró aftur forhúðina brá honum í brún. Þar undir var gríðarlegt magn af uppsöfnuðum gulbrúnum og hörnuðum forhúðarosti, eða smegma eins og hann er einnig kallaður.

Óþefur fyllti herbergið

Þegar Zhaoan byrjað að brjóta upp og fjarlægja lögin af kölkuðum ostinum, sem er samansettur úr óhreinindum, dauðum húðfrumum og húðfitu, þá gaus óþefurinn upp og fyllti herbergið. Var daunninn nánast óbærilegur fyrir þá sem voru nálægt. Safnaði hann ostinum saman í krukku og var eins og um smávölur væri að ræða.

„Við höldum að þetta hafi safnast þarna fyrir í 30 ár. Þetta brotnaði líkt og grjót og lyktin var kröftug,“ sagði Zhaoan. „Kynfærin á honum hafa ekki verið „virk“ í 30 ár. Ef við hefðum ekki fundið þetta þá hefði eiginkona hans uppgötvað þennan „fjársjóð“ fyrst.“ Bendir málið til þess að hjónalífið hjá þeim sé kannski ekki upp á marga fiska.

Vissi lítið um lim sinn

En hvernig getur svona lagað gerst? Hvernig er hægt að vera með grjót undir forhúðinni áratugum saman án þess að taka eftir því?

Fyrir utan að vera lítt virkur kynferðislega þá var maðurinn að sögn Zhaoan með óvenjustóra forhúð. Einnig hafi hann ekki haft vitneskju um að hann ætti að draga hana aftur.

„Enginn virðist hafa sagt honum að það sé hægt að draga aftur forhúðina til þess að bera kónginn og hreinsa hann,“ sagði Zhaoan.

Þrífa sig á hverjum degi

Að sögn læknisins koma sjúklingar með uppsafnaðan forhúðarost á um það bil tveggja ára fresti til hans. Þetta er því alls ekki algengt vandamál. Þetta mál er hins vegar nokkuð einstakt.

Hvetur Zhaoan læknir karlmenn til að hreinsa lim sinn og kóng daglega með vatni og svolítilli sápu þegar þeir baða sig.

„Það eiga að vera nægilegar upplýsingar um heilsu og hreinlæti í skólum og á internetinu og aðgengi að heilbrigðisvörum er mjög gott í Tævan,“ sagði hann. „Ef þú ert að kljást við vandamál sem þú skilur ekki þá ráðlegg ég þér að tala við lækni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tveir ósáttir síbrotamenn ollu rafmagnstruflunum á lögreglustöðinni á Akureyri

Tveir ósáttir síbrotamenn ollu rafmagnstruflunum á lögreglustöðinni á Akureyri
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Meintur gerandi Sofiu var í sambandi við þrjár aðrar konur – Braut á einni kynferðislega, tók aðra kverkataki og fékk peninga að „láni“ hjá þeirri þriðju

Meintur gerandi Sofiu var í sambandi við þrjár aðrar konur – Braut á einni kynferðislega, tók aðra kverkataki og fékk peninga að „láni“ hjá þeirri þriðju
Fréttir
Í gær

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“

Sá skrýtið skilti á íslensku salerni – „Hver situr svona á klósettinu?“
Fréttir
Í gær

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum

Átti rétt á að rifta leigusamningi eftir að lögregla hafði gert húsleit á veitingastaðnum
Fréttir
Í gær

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni

Keypti Smarties í Fríhöfninni en sá svo hvað það kostaði í Krónunni
Fréttir
Í gær

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?