fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Brynjólfur Bjarnason er látinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. mars 2025 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjólfur Bjarnason, fyrrverandi forstjóri, er látinn, 78 ára að aldri. Brynjólfur lést á heimili sínu í Nýhöfn í Garðabæ síðastliðinn sunnudag. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu í dag.

Brynjólfur kom víða við í íslensku atvinnulífi en hann lauk námi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1971 og MBA-gráðu frá University of Minnesota árið 1973.

Hann var forstöðumaður hagdeildar Vinnuveitendasambands Íslands (nú Samtök atvinnulífsins) á árunum 1973 til 1976, framkvæmdastjóri Almenna bókafélagsins frá 1976 til 1983 og árið 1984 varð hann framkvæmdastjóri sjávarútvegsfélagsins Granda og gegndi hann því starfi til ársins 2002.

Á árunum 2002 til 2010 var hann forstjóri Símans/Skipta og stýrði þar einkavæðingu Landsíma Íslands í Símann árið 2005. Hann varð svo framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands árið 2012 og gegndi hann starfinu til 2014. Á Árunum 2014 til 2024 sat hann í stjórn Arion banka og var stjórnarformaður bankans á árunum 2019 til 2014.

Fyrir utan þetta sat hann í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, þar á meðal í sjávarútvegi, á fjarskiptamarkaði og á fjármálamarkaði. Þá sat hann í stjórnum margra menningarstofnana, til dæmis Félagi íslenskra bókaútgefenda.

Þá er þess getið að Brynjólfur hafi um árabil verið ræðismaður Chile á Íslandi. Var hann sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar árið 1994.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy