fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Vilja færa fjórðungssjúkrahúsið frá Neskaupstað til Egilsstaða

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 17. mars 2025 12:30

Sumir vilja flytja sjúkrahúsið til Egilsstaða. Mynd/Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega hundrað hafa skrifað undir undirskriftalista um að færa fjórðungssjúkrahúsið á Austurlandi frá Neskaupstað til Egilsstaða. Samgöngur til og frá Egilsstöðum eru tryggari.

Undirskriftalistinn er á island.is og er í gildi til 6. apríl næstkomandi. Þegar þetta er skrifað hafa 111 manns skrifað undir listann.

„Skorum á stjórnvöld að færa fjórðungssjúkrahúsið úr Neskaupstað til Egilsstaða,“ segir í færslu með undirskriftalistanum. „Þar eru flugvöllur sem er opinn allt árið og engin snjóflóðahætta líkt og í Neskaupstað.“

Ófært um vetur

Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað þjónustar allt Austurland. Bygging hófst árið 1944, það var vígt árið 1957 og stækkað árið 1982.

Staðsetningin hefur hlotið gagnrýni áður en áður en Norðurfjarðargöng voru opnuð árið 2017 reyndist oft erfitt að koma sjúklingum frá öðrum byggðalögum á spítalann yfir veturinn. Vegurinn um Oddsskarð hefur oft orðið ófær sem meðal annars hefur orsakað að þungaðar konur hafa ekki komist á spítalann.

Varði staðsetninguna

Aðrir hafa komið staðsetningunni til varnar. Meðal annars Stefán Þorleifsson heitinn, sem var framkvæmdastjóri sjúkrahússins. Í grein í Austurfrétt árið 2008 rakti hann sögu sjúkrahússins, sem hafi verið bylting fyrir Austfirðinga.

„Það sem mest hefur verið þrefað um undanfarið er staðsetning sjúkrahússins og margur hefur sagt að það ætti auðvitað að vera á Egilsstöðum því að þar væri það miklu betur í sveit sett,“ sagði Stefán í greininni og hvatti til þess að fólk hætti röfli um staðsetninguna. „Því er til að svara að fyrir Egilsstaði og nágrenni væri það betur staðsett þar, en alls ekki fyrir íbúa annara sveitarfélaga á mið Austurlandi nema þá Seyðisfjörð og Borgarfjörð. Í þau 30 ár sem ég vann við F.S.N. varð ég þó ærið oft vitni að því að þegar landleiðirnar lokuðust frá þessum stöðum upp til Héraðs og að þá var sjóleiðin valin til Norðfjarðar. Og nú í dag eru staðsettir hér og víða á Austurlandi gífurlega hraðskreiðir og öflugir björgunarbátar sem eru færir í flestan sjó. Oft er talað um að hin svo kallaða Oddsskarðleið sé hin versta á Austurlandi. Það er að vísu satt að þetta er hár og erfiður fjallvegur, en undanfarna vetur hefur Oddskaðvegurinn ekki lokast mikið oftar en Fagradalsvegur og þá leið tel ég í raun hættulegustu leiðina á mið-Austurlandi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Í gær

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað