Við nánari skoðun kom í ljós að sömu titlar eru einnig í boði í vefverslun Amazon og norrænum vefverslunum.
Miðað við bókartitlana og þær stuttu lýsingar, sem eru á innihaldi bókanna á vef Amazon, læðist sá grunur að blaðamanni að hér hafi einhver þýðingarforrit verið notuð til að „búa til bækur á íslensku“.
Ekki kemur fram hvaða forlag gefur bækurnar út eða annað sem gæti hjálpað til við að rekja slóð þeirra til útgefandans.
Hér fyrir neðan eru skjáskot af nokkrum af þessum undarlegum bókum. Þau voru tekin af vef Ebay.