Héraðssaksóknari hefur ákært mann vegna lífshættulegrar líkamsárásar sem framin var þriðjudagskvöldið 5. júlí árið 2022, fyrir utan heimili ákærða. Er honum gefið að sök að hafa stungið þar mann í vinstri öxl með hnífi. Hlaut árásarþolinn opið sár á bakvegg brjóstkassa.
Árásarþolinn krefst þriggja milljóna króna í miskabætur.
Fyrirtaka verður í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 27. mars næstkomandi.