fbpx
Mánudagur 17.mars 2025
Fréttir

Sigmar varar Vilhjálm við: „Við erum ekki Rússland“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. mars 2025 08:46

Sigmar Guðmundsson Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir að í alvöru lýðræðisríkjum tíðkist það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla.

Sigmar gerir byrlunarmálið svokallaða að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi í morgun en komið hefur fram í viðtölum við Vilhjálm Árnason, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að nefndinni hafi borist erindi þar sem óskað er eftir því að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins.

„Ekki er óalgengt að borgarar óski eftir því að þingnefndir skoði mál en það er afar fátítt að stofnuð hafi verið sérstök rannsóknarnefnd og hefur það reyndar bara gerst fimm sinnum. Óhætt er að fullyrða að þær rannsóknir hafi verið um stærri samfélagslega hagsmuni en hér eru undir, með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi,“ segir Sigmar í greininni en eins og kunnugt er starfaði hann lengi á RÚV.

Hann segir að í þessu máli þurfi stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að vanda sig sérstaklega vel.

„Í henni sitja stjórnmálamenn og í alvöru lýðræðisríkjum tíðkast það ekki að stjórnmálamenn rannsaki fréttaflutning fjölmiðla, grennslist fyrir um heimildarmenn þeirra eða yfirheyri fréttamenn um vinnubrögð. Samkvæmt lögum þarf stjórnskipunar og eftirlitsnefnd að fara í talsverða undirbúningsvinnu til að ákveða hvort stofna skuli rannsóknarnefndina og vandséð er að það verði gert öðru vísi en með því að kalla fjölmiðlana ásamt fleiri gestum fyrir þingnefndina. Það var í það minnsta ferlið á síðasta kjörtímabili þegar skipuð var rannsóknarnefnd vegna snjóflóðanna í Súðavík.“

Segir Sigmar að með öðrum orðum sé það pólitískt ákvörðun í þessu tilfelli að láta rannsaka tilteknar fréttir, vinnubrögð, samstarf og notkun fjölmiðla á gögnum og heimildum og samskipti þeirra við heimildarmenn.

„Í því ljósi vona ég að nefndin hafi í huga að það er ástæða fyrir því í lýðræðisríkjum að reynt er að koma upp eldveggjum á milli fjölmiðla og stjórnmála. Fjölmiðlar njóta sérstakrar verndar í lögum og það er ástæða fyrir því. Þeir eiga að vera sjálfstæðir og óháðir stjórnvöldum,“ segir hann.

Sigmar segir að í þessu samhengi sé líka algert grundvallaratriði að lögregla hafi nú þegar rannsakað þetta tiltekna mál. Vel og lengi.

„Árum saman voru blaðamenn til rannsóknar og niðurstaðan varð sú ekki þótti ástæða til að ákæra þá fyrir byrlun, símaþjófnað, dreifingu kynlífsefnis eða annað misjafnt. Vantaði samt ekkert upp á ásakanir um slíkt í opinberri umræðu. Stjórnmálamenn eiga ekki að taka sér það vald að véfengja niðurstöðu margra ára lögreglurannsóknar eða taka undir fabúleringar um mögulega sekt þeirra sem hreinsaðir hafa verið í slíkri rannsókn. Þessum orðum beini ég sérstaklega til formanns nefndarinnar sem talað hefur ógætilega um þetta í fjölmiðlaviðtölum að mínu mati. Við erum ekki Rússland. Ég vona að stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hafi þetta allt í huga og stígi varlega til jarðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fær ekki bætur eftir „misheppnaða“ aðgerð hjá lækni sem missti starfsleyfið

Fær ekki bætur eftir „misheppnaða“ aðgerð hjá lækni sem missti starfsleyfið
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð skilur ekkert í Isavia – „Það vill líka hafa áhrif á afstöðu borgaranna til hinna ýmsu mála“

Sigmundur Davíð skilur ekkert í Isavia – „Það vill líka hafa áhrif á afstöðu borgaranna til hinna ýmsu mála“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga

Slasaðist í sprengingu í álverinu á Grundartanga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki

Ósögð saga af lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu – Rússar hafi áreitt og brotist inn hjá starfsfólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“

„Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag er að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju