fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Mynd að komast á rannsókn manndrápsmálsins – Hvaða gögn er lögreglan að rannsaka?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 17. mars 2025 13:39

Frá Gufuneshverfi. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Jóns Gunnars Þórhallssonar, yfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á Suðurlandi, er mynd að komast á viðamikla rannsókn lögreglu á andláti 65 ára gamals manns frá Þorlákshöfn. Maðurinn fannst þungt haldinn við göngustíg í Gufunesi fyrir viku síðan og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi.

Sex manns eru í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar og fimm hefur verið sleppt úr haldi. Málið er talið vera mjög umfangsmikið og margir eru sagðir tengjast því.

Sjá einnig: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Jón Gunnar segir lögreglu þurfa að yfirfara mikið magn gagna í málinu. Aðspurður um hvers konar gögn sé að ræða, segir hann:

„Þetta eru myndbandsupptökur, farsímagögn, vitnaskýrslur, þetta eru bara gögn.“

Aðspurður segir hann að fleiri en einn bíll sé til rannsóknar í málinu. Hann vill ekki segja hvað bílarnir eru margir. „Það eru bílar til rannsóknar,“ segir hann og lætur þar við sitja, en sem vonlegt er getur lögregla veitt takmarkaðar upplýsingar um rannsókn málsins.

DV hefur heimildir fyrir því að húsleit hafi verið gerð hjá konu sem er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Aðspurður um fleiri húsleitir segir Jón Gunnar að það hafi verið gerðar húsleitir við rannsókn málsins en hann getur ekki gefið nánari upplýsingar um það.

Lögregla hefur gefið út að til rannsóknar sé meint manndráp, frelsissviptin og fjárkúgun. DV hefur heimildir fyrir því að árásin á manninn hafi verið tálbeituaðgerð sem snýst um ofbeldi gegn meintum barnaníðingum. Ekkert hefur hins vegar komið fram sem bendlar hinn látna við nokkuð slíkt.

Aðspurður segir Jón Gunnar ekki útilokað að fleiri verði handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. „Það er eitthvað sem þarf bara að koma í ljós síðar. Við erum bara að vinna rannsóknina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans