fbpx
Þriðjudagur 18.mars 2025
Fréttir

„Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér, í sínu lífi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. mars 2025 20:30

Katrín Jakobsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar maður er í embætti forsætisráðherra er maður mjög meðvitaður um að maður þurfi að vera almennilegur og fólk hafi skoðanir á manni. Ef maður stígur feilspor, eins og maður gerir af því við erum öll mannleg, maður fer með málvillu eða segir vitleysu, þá hefur hálf þjóðin samband og lætur mann vita. Mér finnst það allt í lagi.

Ég held að hvort sem maður er stjórnmálamaður eða ekki eigi maður að vanda sig. En maður getur leyft sér að vera afslappaðri. Ég er búin að njóta þess að vera í gallabuxum í eiginlega hálft ár. Ég er alltaf í gallabuxum og bomsum og finnst það mjög notalegt. Ég keypti mér úlpu og maðurinn minn sagði: „Ég sé að þú ætlar að taka þessa miðaldrakrísu alla leið. Maður verður að hafa gaman líka. Maður verður að geta hlegið að sjálfum sér, í sínu lífi,“

segir Katrín Jakobsdóttir fyrrum forsætisráðherra í Morgunkaffinu á Rás 1.

Eftir langan stjórnmálaferil segist Katrín geta leyft sér að vera afslappaðri, sofa út og njóta þess að vera miðaldra, en hún vinnur að ýmsum verkefnum sem tengjast öll málaflokkum sem hún brennur fyrir.

„Það eru alls konar tilfinningar sem fylgja því að hætta þegar maður er búinn að vera í stífum takti mjög lengi. Ég er að sinna alls konar verkefnum og ákvað í fyrrasumar að þetta yrði að minnsta kosti ár sem maður þyrfti til að finna út hvað maður vill verða, ef það er sú spurning sem verður svarað,“ segir Katrín.

Hún er ekki lengur stjórnmálamaður og getur því leyft sér að tjá sig um samfélagsmál tæpitungulausar en áður. „Það er afskaplega skemmtilegt og það að geta einbeitt sér meira að því sem maður hefur mikinn áhuga á. Það er eðli þess sem situr í forsæti að maður verður eiginlega að hafa áhuga á öllu.“

„Alveg eins og mér fannst mjög gaman að vera ung þá finnst mér mjög gaman að vera miðaldra. Ég átti erfitt með svefn mjög lengi og það var út af stressi í vinnunni. Mér fannst ég ekki eiga erfitt með hann og sagði alltaf að ég gæti sofið en svo þegar maður lítur til baka áttar maður sig á því að 4-5 tímar eru ekki endilega góður svefn,“ segir Katrín.

Hún sér fyrir sér að halda áfram að vinna á vettvangi þess sem hún brennur fyrir, á vettvangi menningar, menntunar, umhverfis- og jafnréttismála. „Og halda áfram að læra. Það er svo mikilvægt að fá að halda áfram að læra.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig

Vilja koma í veg fyrir að hörmungarnar í október endurtaki sig
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir

Ísraelsmenn létu eldflaugunum rigna yfir Gaza – Mörg hundruð sagðir látnir
Fréttir
Í gær

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“

Segir töluvert um kynferðislegt ofbeldi innan íslenskra fangelsa – „Verra kannski að vera fastur í fangelsi með geranda sínum“
Fréttir
Í gær

Vilja að ráðherra kortleggi eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna – Skýrsla Kristjáns Þórs þótti hlægileg

Vilja að ráðherra kortleggi eignir 20 stærstu útgerðarfélaganna – Skýrsla Kristjáns Þórs þótti hlægileg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar

Manndrápsmálið: Hinn látni var fórnarlamb þaulskipulagðrar tálbeituaðgerðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári svarar fyrir sig – „Ég er viðfang í einskonar MeToo byltingu ungra karl-sósíalista“

Gunnar Smári svarar fyrir sig – „Ég er viðfang í einskonar MeToo byltingu ungra karl-sósíalista“