fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Sofia var ekki eina stelpan sem hinn grunaði átti í sambandi við – Bróðir hennar segir málið opið sár sem fái aldrei úrlausn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. mars 2025 19:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sofia Sarmite Kolesnikova fannst látin í heimahúsi á Selfossi þann 29. apríl 2023, hún var 28 ára. Kærasti Sofiu var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og var grunaður um að hafa valdið bana hennar. Eftir 18 vikna gæsluvarðhald var kærastanum sleppt og hann hnepptur í farbann. Farbanninu var aflétt í desember 2023 og fór kærastinn, sem þó var enn sakborningur í málinu, til Thailands þar sem hann lést áður en ákvörðun var tekin um ákæru.

Fjallað er um mál Sofiu í þáttunum Þetta helst á Rás 1 þar sem farið er yfir hliðar málsins sem hafa ekki áður komið fram. Í gær fór annar þáttur af þremur í loftið.

Sjá einnig: Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Þurfti að fullorðnast hratt

Þar er rætt við yngri bróður Sofiu, Deivs, og móður hennar, Völdu, sem lýsa því hvernig Sofia þurfti að fullorðnast hraðar en jafnaldrar hennar. Fjölskyldan flúði mikla fátækt í Lettlandi eftir að faðir Sofiu lést úr krabbameini. Móðir Sofiu tók ákvörðun um að fara með börnin sín fjögur til Íslands í von um betra líf. Sofia og systur hennar voru þá á unglingsaldri og var flutningurinn þeim erfiður.

Bróðir hennar segir að vissulega sé fjölskyldan þakklát fyrir lífið á Íslandi í dag, en fyrstu árin voru erfið. Móðir þeirra þurfti að vinna í fjórum störfum til að framfleyta þeim og börnin fóru sjálf að vinna þegar þau höfðu aldur til.

Móðir Sofiu segir að systurnar hafi, til að hjálpa fjölskyldunni, farið að vinna þó þær væru enn í grunnskóla. Sofia varð frá þessum tíma staðráðin í því að komast úr fátækt og eiga gott og heilsusamt líf. Framan af smakkaði Sofia ekki áfengi, var grænkeri og mjög annt um heilsuna. Hún brýndi fyrir yngri bróður sínum að setja sér markmið, komast í eigið húsnæði og passa sig að enda ekki í slæmum félagsskap.

Það kom fjölskyldu hennar því á óvart þegar persónuleiki Sofiu tók miklum breytingum eftir að hún byrjaði með kærastanum. Sofia fór aftur að borða kjöt og eftir andlát hennar kom í ljós að hún hafði um nokkurra mánaða skeið neytt fíkniefna. Eins hafði hún komið sér í töluverðar skuldir.

Mörgu ósvarað

Í fyrsta þætti Þetta helst um málið kom fram að lögreglu hafi grunað að Sofia sætti ofríki kærastans sem hafi meðal annars vaktað hana með eftirlitsmyndavélum. Eins hafi Sofia tekið lán sem voru að mestu lögð beint inn á kærastann. Nú velta móðir og bróðir Sofiu því fyrir sér hvort kærastinn hafi stjórnað öllum öngum lífs hennar sem gæti þá skýrt hvers vegna Sofia varð skyndilega fjarlæg og stuttorð. Hvort að hann hafi alltaf verið að fylgjast með og hvort að Sofia hafi í raun ekki tekið lánin heldur hafi kærastinn verið með aðgang að fjármálum hennar.

Deivs segir erfitt að hugsa til þess að hann fái aldrei að sættast við systur sína, en þau höfðu átt í deilum áður en hún lést. Hann fái aldrei að vita hvort hún hefði fyrirgefið honum. Eins hafi andlát kærastans komið í veg fyrir úrlausn málsins.

„Þetta er náttúrulega bara opið sár og miklu ósvarað.“

Þetta helst óskaði eftir viðtali við verjanda kærastans, en hann afþakkaði. Í þriðja og seinasta þætti verður áfram fjallað um málið en þar verður rakið að Sofia var ekki eina stelpan sem hinn grunaði átti í sambandi við á sama tíma.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom