fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Gripinn í mjög annarlegu ástandi í miðbænum, ældi í lögreglubíl, var svo sprautaður niður og fjötraður á sjúkrahúsi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. mars 2025 16:22

Fimm hefur verið sleppt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur einstaklingur í mjög svo annarlegu ástandi vegna neyslu fíkniefna var handtekinn í miðbænum í dag. Hann ældi í lögreglubíl og var svo færður á sjúkrahús þar sem hann var sprautaður niður og fjötraður. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar kemur eins fram að líkamsárás átti sér stað í miðbænum þar sem aðili var laminn í andlit og tekinn hálstaki. Eins er greint frá nokkrum innbrotum í 101 Reykjavík. Brotist var inn í heimahús, veitingastað og veislusal. Vínflöskum og reiðufé var stolið af veitingahúsinu en sjónvarpi úr veislusalnum þar sem fundust eins mikið af notuðum sprautunálum.

Tilkynnt var um heimilisofbeldi í miðborginni og er einn nú vistaður í fangageymslu vegna málsins. Ölvaður einstaklingur var til leiðinda í Múlahverfinu og ölvaður aðili ónáðaði fólk á Kjarvalsstöðum.

Lögregla var eins kölluð út að hóteli þar sem aðili hafði heimtað pening frá hótelstarfsmanni.

Aðili kallaði til lögreglu vegna ónæðis í heimahúsi en við skoðun lögreglu kom í ljós að húsráðandi var að smíða ramma, á ókristilegum tíma að mati nágranna.

Tilkynnt var um geltandi hunda í Breiðholti, rúm á Akbraut í Mosfellsbæ, þjófnað úr Bónus í Kópavogi og loks óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu vegna farþega í Grafarvogi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom