fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Fréttir

Fékk áfall þegar hann sá hver afborgun lánsins var eftir að vextirnir losnuðu – „Arion er að setja mig á hausinn“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. mars 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Arion er að setja mig á hausinn,“ segir í nafnlausri færslu sem birtist í dag í hópi á Facebook sem kallast Sparnaðar tips. Höfundur færslunnar hafði tekið óverðtryggt húsnæðislán á föstum 3,25 prósenta vöxtum til þriggja ára en nú hafa vextirnir losnað með tilheyrandi hækkun á afborgun. Lánið stendur nú í tæplega 34,2 m.kr.

Höfundur færslunnar sýndi hvernig afborgun lánsins hækkaði þegar vextirnir losnuðu. Á föstum vöxtum borgaði hann 174.744 kr. þann 1. febrúar. Þar af fóru um 25 þúsund beint inn á höfuðstól lánsins. Núna 1. mars var afborgunin orðin 295.529 kr. og bara 7 þúsund krónur fóru inn á höfuðstólinn.

Þegar vextirnir losnuðu fóru þeir frá því að vera 3,25% upp í 10,6%.

„Þetta er kúgun og peningaþvætti,“ sagði höfundur ósáttur og spurði aðra meðlimi hópsins hvað væri best að gera í þessari stöðu.

Getur sjálfum sér um kennt

Skoðanir voru skiptar hjá öðrum meðlimum. Sumum fannst rangt að kenna bankanum um þetta þar sem stýrisvextir eru ákveðnir af Seðlabankanum og eins hljóti fólk að vita að þegar vextir eru bundnir til ákveðins tíma að þeir muni að þeim tíma liðnum losna.

Einn benti höfundi færslunnar á að það sé hreinlega skaðlegt viðhorf að ætla að kenna bankanum um þetta. Viðkomandi hafi vitað í þrjú ár að vextir myndu losna á þessum tíma og hefði átt að undirbúa sig. „Og þú hefur þar að auki verið að borga 3,25% vexti á tímabili þegar stýrivextir hafa verið allt að þrefalt hærri.“

Höfundur beri sjálfur ábyrgð á að hafa ekki endurfjármagnað í tæka tíð. „Þannig nei, það er enginn hérna að kúga þig eða gerast sekur um peningaþvætti.“

Aðrir bentu þó á að það sé ekki alltaf hlaupið að því að fá endurfjármögnum þar sem fólk þarf að geta staðist greiðslumat. Eins þurfi á sumum lánum að borga uppgreiðslugjald og svo kosti að taka nýtt lán.

Rán um hábjartan dag

Þó nokkrum var misboðið:

  • „Þetta kallast rán um hábjartan dag.“
  • „Orðlaus“
  • „Rán um hábjartan dag í skjóli laga. Hljóðlát eignarupptaka.“
  • „Þetta er góða Ísland. Allt best hér er verið að reyna að troða inn í hausinn á okkur. Við erum notuð sem þrælar af verstu gerð af auðvaldinu í landinu. Skítapakk.“
  • „Og svo vilja bankarnir ýta fólki frekar í óverðtryggt. Þetta er rugl og í engu samræmi við veruleika venjulegs fólks sem er ekki á einhverjum svokölluðum „meðallaunum“ og yfir.“
  • „Þetta er bilun. Manneskjur með meðallaun fara á hausinn“
  • „Svona hefur þetta verið á Íslandi alla tíð. Farið er í gegnum strangt greiðslumat en bankinn hefur fulla heimild til að breyta öllum forsendum daginn eftir undirskirft. Þekki óþægilega marga sem harfa yfirgefið Ísland vegna svona vinnubragða.“
  • „Þessi lán væru ólögleg í öðrum löndum“

Það voru loks nokkrir sem gáfu raunveruleg ráð til færsluhöfundar. Honum var bent á að endurfjármagna, minnka við sig, nýta séreignarsparnað í afborgun frekar en ínn á höfuðstól, breyta yfir í verðtryggt lán og jafnvel að festa aftur vexti því í dag eru fastir vextir lægri en lausir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt

Áhrifavaldi sparkað úr landi eftir þetta uppátæki sitt
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi

Manndrápsmálið: Ekkert heyrst um að hinn látni hafi sóst eftir kynnum við börn – Glímdi við erfið veikindi
Fréttir
Í gær

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“

Jón Bjarki hraunar yfir Höskuld – „Megi þessi maður hafa ævarandi skömm fyrir sína framkomu“
Fréttir
Í gær

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“

Trausti sár út í Sönnu – „Mér fannst eins og þú tækir ekki mark á því sem ég væri að segja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom

Sofia fannst látin – Meintur gerandi hennar lést áður en til ákæru kom