fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Varar kattaeigendur í miðbænum við „helvítis ónytjungi“ sem hefur illt í hyggju

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. mars 2025 14:30

Myndin er samsett með notkun gervigreindar og skjáskots af ja.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona varar kattaeigendur í miðbænum við manni sem hún sá vera að setja harðfisk á gatnamót í miðbænum.

„Ég vil vara kattaeigendur í miðbænum við að það er einhver helvítis ónytjungur að planta harðfiski á mitt hringtorgið á gatnamótum Freyjugötu og Baldursgötu.“ 

Um er að ræða gatnamót Baldursgötu og Þórsgötu, en líklegt er að konan hafi ruglast á götuheitum enda í áfalli eftir atvikið. 

„Stendur svo bara þarna og virðist bíða eftir að einhver komi og keyri yfir kettina sem þyrpast þarna að. Viðbjóðslegur maður. Vildi vara kattareigendur sem eru þarna við. Við tókum harðfiskinn og settum upp á gangstétt á meðan hann stóð þarna og gargaði eitthvað. Það var þarna einn svartur og hvítur loðinn köttur og einn appelsínugulur og hvítur að gæða sér á fiskinum.“

Konan setti færslu um atvikið í Facebook-hópinn Kattarsamfélagið. Segir hún aðspurð ekki hafa áttað sig á að taka mynd þar sem hún og þeir sem með henni voru hafi verið í áfalli vegna atviksins.

Ljóst er að fleiri kannast við manninn þar sem einn skrifar í athugasemd:

„Við lentum í honum fyrr í kvöld og hann sagðist bara vera gefa þeim að borða, keyrðum framhjá og ein konan með honum spurði hvað væri að okkur ss stoppuðum og fórum varlega framhjá.. hver er að henda þessu i fyrsta lagi á miðja götuna!!“

„Það þarf að taka svona viðbjóð úr umferð strax,“ skrifar kona. Og önnur segir: „Myndi fleygja þessu strax, gæti verið löðrandi í frostlegi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy