fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Trump valdi hana – Nú eru MAGA-liðar æfir út í hana

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 04:11

Amy Coney Barrett. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Donald Trump skipaði Amy Coney Barrett sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna hefur hún greitt atkvæði með málum sem eru honum hugleikinn. Hún greiddi meðal annars atkvæði því að ógilda hinn sögulega „Roe v. Wade“ dóm sem hafði tryggt konum aðgang að þungunarrofi síðan 1973.

En að undanförnu hefur Barrett tekið afstöðu gegn ýmsum óskum Trump. Meðal annars greiddi hún atkvæði gegn því að ríkisstjórn hans mætti hætta að greiða erlendum hjálparsamtökum fyrir vinnu sem þau höfðu þegar lokið.

Þetta hefur reitt marga í aðdáendaskara Trump, MAGA hreyfingunni, til reiði að sögn NBC News.

„Hún er ruglaður lagaprófessor með höfuðið uppi í . . .,“ skrifaði Mike Davis á X en hann var eitt sinn aðstoðarmaður Neil Gorsuch hæstaréttardómara. Hann segir Barrett vera „veikburða og huglausa“.

Jack Poso, hægrisinnaður áhrifavaldur, og Laura Loomer, skrifuðu að Barrett hafi verið hluti af ráðningu fólks, sem styður fjölbreytileika og réttindi minnihlutahópa en það er eitthvað sem Trump fellur ekki. Loomer birti mynd af fjölskyldu Barrett með færslu sinni en hún á sjö börn, tvö þeirra voru ættleidd frá Haítí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Í gær

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy