fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Fast sótt að Ásthildi Lóu: „Steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 08:00

Ásthildur Lóa og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, töpuðu dómsmáli gegn íslenska ríkinu í fyrradag. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð fast er nú sótt að Ásthildi Lóu Þórsdóttur, mennta- og barnamálaráðherra, vegna umdeildra ummæla hennar um íslenska dómstóla.

DV greindi frá málinu í gærmorgun og vísaði í færslu sem Ásthildur hafði skrifað á Facebook daginn áður, eða sama dag og dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli hennar og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu.

Sjá einnig: Ásthildur Lóa: „Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum”

Ásthildur og eiginmaður hennar fóru fram á skaðabætur og vildu meina að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið ranglega að nauðungarsölu á fasteign þeirra í Garðabæ og ekki tekið tillit til fyrningar vaxta. Héraðsdómur dæmdi ríkinu í vil í málinu.

Í færslu sinni lýsti Ásthildur Lóa vonbrigðum með niðurstöðuna og sagði meðal annars:

„Hann kom því miður ekki á óvart dómur héraðsdóms gegn okkur Haffa í dag. Við erum löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, gagnrýnir ummæli Ásthildar harðlega í Morgunblaðinu í dag.

„Eitt er hversu einkennilegt það er að standa í þessum málaferlum sem ráðherra, en steininn tekur úr þegar hún lætur svona ummæli falla um dómstóla í landinu öllu,“ segir Áslaug Arna við Morgunblaðið.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi Ásthildi einnig í pistli á Facebook í gær.

Sjá einnig: Mennta- og barnamálaráðherra sögð grafa undan dómsvaldinu – „Það er ekki aðeins óábyrgt heldur beinlínis hættulegt“

„Það er auðvitað ekkert athugavert við það að fólk sé ósátt við einstaka dómsúrlausnir og telji þær rangar. Við slíkar aðstæður verður hins vegar að gera þá kröfu að gagnrýni á dómsniðurstöðu byggi á einhverjum efnislegum og lagalegum grundvelli þar sem á það er bent að samkvæmt þeim lögum, sem dómurum bar að fylgja við úrlausn málsins, hefði niðurstaðan átt að vera önnur en hún varð. Líklega er ekki ósanngjarnt að halda því fram að sú krafa sé enn ríkari þegar ráðamenn þjóðarinnar eiga í hlut,“ sagði hann meðal annars.

Í Morgunblaðinu í dag er einnig rætt við núverandi dómsmálaráðherra, Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, sem kveðst ekki deila áhyggjum Ásthildar Lóu um íslenska dómstóla.

„Íslenskir borgarar geta auðvitað allir – ráðherrar þar með taldir – leitað réttar síns fyrir dómstólum þegar þeim þykir á sig hallað. Ég styð þann rétt heilshugar, enda búum við í réttarríki, en tek ekki undir þessi ummæli að nokkru leyti,“ segir Þorbjörg á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“

Kolbrún tekur íhaldið á beinið í Mogganum – „Maður hlýt­ur að spyrja sig á hvaða leið Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sé“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu“

„Ríkisstjórnin verður aðeins dæmd af verkum sínum, verkum eins og þessu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“

Kínverjar brjálaðir út í íslensk löggæsluyfirvöld – „Hroki og hleypidómar“