fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Fréttir

Eyþór var rekinn fyrir framan alla: „Mér var sýnd mikil niðurlæging“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. mars 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplausn virðist ríkja á skrifstofu Félagsbústaða eftir að starfsmenn skrifuðu undir vantraustsyfirlýsingu á hendur framkvæmdastjóranum Sigrúnu Árnadóttur og sendu á stjórn Félagsbústaða.

Í Morgunblaðinu í dag er farið í saumana á málinu þar sem fram kemur að tilefni yfirlýsingarinnar sé uppákoma sem varð á starfsmannafundi fyrir tveimur vikum, föstudaginn 28. febrúar. Þar var starfsmaður rekinn fyrir framan samstarfsfólk sitt.

„Við und­ir­rituð, starfs­fólk Fé­lags­bú­staða, leit­um nú til ykk­ar vegna vax­andi óánægju og ótta sem or­sak­ast af starfs­hátt­um Sigrún­ar Árna­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra. Van­líðan starfs­fólks hef­ur auk­ist und­an­far­in ár vegna óviðun­andi stjórn­ar­hátta henn­ar, skorts á virðingu og stuðningi, auk al­menns óör­ygg­is sem starfs­menn upp­lifa í dag­legu starfi,“ segir í bréfi starfsmanna sem Morgunblaðið vitnar til.

Spurningarnar ekki þóknanlegar

Í fréttinni er einnig vitnað í bréf sem Eyþór Friðriksson, starfsmaðurinn sem mátti þola uppsögnina, skrifaði stjórninni þar sem hann greindi frá atburðinum á fyrrnefndum starfsmannafundi. Eyþór hafði unnið hjá Félagsbústöðum í tæp fjögur ár sem sérfræðingur nýbygginga.

Í bréfi sínu, sem Morgunblaðið vitnar til, kemur fram að honum hafi verið sagt upp störfum eftir að hann bar upp spurningar við Sigrúnu sem tengdust breyttu verklagi við tímaskráningar starfsfólks. Þá hafi hann óskað eftir viðbrögðum hennar við niðurstöðum úr „Stofnun ársins“ þar sem starfsánægja hafi mælst lítil.

„Aug­ljóst var að spurn­ing­ar þess­ar voru henni ekki þókn­an­leg­ar en þær voru á vör­um lang­flestra starfs­manna á fund­in­um og ég fann mig knú­inn til að spyrja þeirra. Viðbrögð henn­ar voru að kalla mig upp, á miðjum fundi, tala við mig af óvirðingu og dóna­skap fyr­ir fram­an alla starfs­menn, teymd­ur taf­ar­laust inn í fund­ar­her­bergi með þjósti þar sem hún byrjaði á að segja að ég ætti að fara heim í dag. Svo bar hún upp hót­un um að hún ætti kannski að segja mér upp, end­ur­tók svo að hún ætlaði að segja mér upp og lauk svo sam­tali þessu með því að til­kynna mér taf­ar­lausa upp­sögn,“ segir í umræddu bréfi Eyþórs.

Hann segir að starfsfólk hafi fylgst agndofa með þessu.

„Mér var sýnd mikil niðurlæging af framferði Sigrúnar og ekki síður í eft­ir­mál­um þess þar sem hún vísaði mér á dyr með miklu offorsi eins og ég hefði gerst sek­ur um að brjóta af mér al­var­lega í starfi og að mér væri ekki treyst­andi. Hún af­henti mér rusla­poka til að setja muni mína í og á meðan ég tók sam­an stóð hún ógn­andi yfir mér, virti ekki per­sónu­lega fjar­lægð á milli okk­ar og í eitt skipti stuggaði hún við mér! Óhætt er að segja að allt starfs­fólk hafi fylgst agndofa með þess­ari uppá­komu, upp­lifði mik­inn óhug og stóð stugg­ur af. Stór hluti starfs­fólks yf­ir­gaf vinnustaðinn eft­ir þessa uppá­komu til að sýna stuðning í verki gagn­vart mér auk þess sem fólki var stór­lega mis­boðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“

Félagi í Sósíalistaflokknum segir að sér hafi liðið sérkennilega eftir skyndifund flokksins í gærkvöld – „Þetta var mjög skrýtinn fundur“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“

Afbrotafræðingur tjáir sig um tálbeituaðgerðir í ljósi manndrápsmálsins – „Villta vestrið leysir ekki málin og notkun tálbeitu er varasöm“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við fáguðu svindli – Þetta skaltu aldrei gera

Lögregla varar við fáguðu svindli – Þetta skaltu aldrei gera
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum

Svört skýrsla um starfsemi Hafrannsóknarstofnunar – Lög brotin við innkaup, lélegur starfsandi og skortur á svörum