„Ég var að versla í matinn í Svíþjóð og ætla ég að leyfa fólki ða skjóta á hvað þetta hafi kostað. Ég læt ykkur svo vita rétt verð á þessu,“
segir Árni Hrafn Steinsson við myndband sem hann deilir í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.
Á myndbandinu má sjá að Árni hefur keypt inn meðal annars beikon, skinku, rif, svínakjöt, mjólk, haframjólk, egg, kex, kaffi, dósamt, grænmeti og ávexti og kassa af Pepsi í dós.
50 athugasemdir hafa verið skrifaðar við myndbandið. Giska netverjar á ýmsar tölur um hvað matarinnkaupin, allt frá 9 – 45 þúsund krónur.
„17 þúsund, ef þetta væri keypt hér þá 37 þúsund.“
„Þetta er pei greiðslur dreifðar á Íslandi í 36 mánuði.“
„Þessi innkaup á Íslandi 50.000.“
„Ekki hissa þótt þetta væri 50,000 íslenskar krónur.“
Eftir að hafa leyft netverjum að giska kom Árni Hrafn með verðið á matarinnkaupunum: 24.402 krónur. Og nú er að fara í næstu verslun hér heima og finna út hvað sams konar innkaup kosta hér heima.