fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

„Vesturlönd hafa tækifæri til að knésetja Rússland“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. mars 2025 04:10

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margra ára efnahagsþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi eru farnar að segja alvarlega til sín og þar með hafa Vesturlönd tækifæri til að knésetja Rússland.

Þetta sagði hagfræðisagnfræðingurinn Erlend Bjøtvedt í samtali við Børsen.

„Rússland hefur orðið fyrir miklum áhrifum af refsiaðgerðunum. Sífellt fleiri sjá að rússneskt efnahagslíf er í miklum vanda,“ sagði hann.

Hann vísaði einnig til stöðunnar í Þýskalandi 1944 til að sýna að framleiðsla og vöruflutningar hrynja saman um leið og efnahagurinn.

Hann sagðist telja að rússnesk stjórnvöld ljúgi blákalt til um stöðu efnahagsmála og að verðbólgan sé miklu hærri en haldið er fram.

Evrópskir leiðtogar óttast að Donald Trump muni aflétta refsiaðgerðunum gegn Rússlandi, einmitt þegar þær koma allra verst við Rússa. Á föstudaginn hafði hann hins vegar í hótunum við Rússa um að herða refsiaðgerðirnar enn frekar.

En eins og alltaf er nánast útilokað að lesa í hvað Trump ætlar sér og kannski veit hann það ekki einu sinni sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar

Lærði verkefnastjórnun en krafðist sérfræðileyfis á sviði félagsráðgjafar
Fréttir
Í gær

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati

Borgin gerir ýmsar athugasemdir við kjötvinnsluna í „græna gímaldinu“ en segir samt ekki þörf á umhverfismati
Fréttir
Í gær

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Í gær

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur

Segir Útlendingastofnun margbrjóta lög með því að taka viðtöl án þess að talsmaður sé viðstaddur
Fréttir
Í gær

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“