fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

„Vesturlönd hafa tækifæri til að knésetja Rússland“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. mars 2025 04:10

Frá Moskvu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margra ára efnahagsþvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússlandi eru farnar að segja alvarlega til sín og þar með hafa Vesturlönd tækifæri til að knésetja Rússland.

Þetta sagði hagfræðisagnfræðingurinn Erlend Bjøtvedt í samtali við Børsen.

„Rússland hefur orðið fyrir miklum áhrifum af refsiaðgerðunum. Sífellt fleiri sjá að rússneskt efnahagslíf er í miklum vanda,“ sagði hann.

Hann vísaði einnig til stöðunnar í Þýskalandi 1944 til að sýna að framleiðsla og vöruflutningar hrynja saman um leið og efnahagurinn.

Hann sagðist telja að rússnesk stjórnvöld ljúgi blákalt til um stöðu efnahagsmála og að verðbólgan sé miklu hærri en haldið er fram.

Evrópskir leiðtogar óttast að Donald Trump muni aflétta refsiaðgerðunum gegn Rússlandi, einmitt þegar þær koma allra verst við Rússa. Á föstudaginn hafði hann hins vegar í hótunum við Rússa um að herða refsiaðgerðirnar enn frekar.

En eins og alltaf er nánast útilokað að lesa í hvað Trump ætlar sér og kannski veit hann það ekki einu sinni sjálfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“