Þetta er mat Christine Nissen, aðalgreinanda hjá hugveitunni Europa, en hún hefur skoðað hvað Evrópuríkin vantar til að geta sjálf varist árásum frá ríkjum á borð við Rússland.
Hún tekur undir mat hugveitunnar Bruegel sem segir að fjölga verði hermönnum í álfunni um 300.000 og bæta við 35.000 brynvörðum ökutækjum af öllum tegundum. Þess utan þurfi að styrkja stórskotaliðsgetuna gríðarlega mikið.
Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að gera þetta. Nissen sagði að Evrópuríkin þurfi að auka útgjöld til varnarmála um 250 milljarða evra. „Það er engin vafi á að það verður mjög erfitt að gera þetta en það er heldur engin vafi á að sú staða sem Evrópa er í varðandi Bandaríkin, kallar á mikla aukningu útgjalda,“ sagði hún.
Tilkynnt var í gærkvöldi að Bandaríkin muni umsvifalaust hefja afhendingu á hergögnum til Úkraínu og einnig byrja á nýjan leik að veita Úkraínu upplýsingar frá leyniþjónustustofnunum sínum.