fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Segir að svona geti Evrópa varið sig án stuðnings Bandaríkjanna

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. mars 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar þess að Bandaríkin stöðvuðu sendingar á hergögnum til Úkraínu, er meiri þörf en áður fyrir Evrópuríki að skoða hvað þau þurfa að gera til að geta sjálf séð um varnir sínar.

Þetta er mat Christine Nissen, aðalgreinanda hjá hugveitunni Europa, en hún hefur skoðað hvað Evrópuríkin vantar til að geta sjálf varist árásum frá ríkjum á borð við Rússland.

Hún tekur undir mat hugveitunnar Bruegel sem segir að fjölga verði hermönnum í álfunni um 300.000 og bæta við 35.000 brynvörðum ökutækjum af öllum tegundum. Þess utan þurfi að styrkja stórskotaliðsgetuna gríðarlega mikið.

Það liggur í augum uppi að það er ekki ókeypis að gera þetta. Nissen sagði að Evrópuríkin þurfi að auka útgjöld til varnarmála um 250 milljarða evra. „Það er engin vafi á að það verður mjög erfitt að gera þetta en það er heldur engin vafi á að sú staða sem Evrópa er í varðandi Bandaríkin, kallar á mikla aukningu útgjalda,“ sagði hún.

Tilkynnt var í gærkvöldi að Bandaríkin muni umsvifalaust hefja afhendingu á hergögnum til Úkraínu og einnig byrja á nýjan leik að veita Úkraínu upplýsingar frá leyniþjónustustofnunum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Í gær

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“