DV hefur undir höndum ákæru í óvenjulegu hnífstungumáli. Það sem gerir málið óvenjulegt er að meint árás var framin fyrir fimm árum þegar ákærði var 15 ára gamall og árásarþoli 16 ára. Er ljóst að rannsókn málsins hefur dregist mjög.
Ákærði er í dag tvítugur að aldri en hann er sakaður um að hafa stungið ungling sem þá var 16 ára, tvisvar í bakið, fyrst í nágrenni við Breiðholtsskóla og síðan í grennd við Árbæjarskóla. Árásin var framin laugardaginn 10. október. Í ákæru segir að árásarþoli hafi hlotið skurð hægra megin yfir herðablaði ofanvert og skurð á baki ofanvert vinstra megin við miðlínu milli herðablaða. Báðir skurðirnir voru um 1 cm að lengd og um 1,5 cm að dýpt.
Fyrir hönd brotaþola er gerð krafa um miskabætur að fjárhæð fjórar milljónir króna.
Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þann 4. mars síðastliðinn.