fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Kennari áttaði sig ekki á að hann væri að spila klámmynd fyrir allan bekkinn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. mars 2025 21:00

Kennarinn glotti yfir myndbandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur barnaskólakennari sagði upp störfum eftir að hafa óvart sýnt heilum bekk af 13 ára börnum klámmyndband. Kennarinn vissi ekki að myndbandið sæist á skjávarpanum fyrir aftan hann.

Kennarinn heitir Razif Nurgaliev og er 62 ára gamall. Hann kenndi eðlisfræði við barnaskóla í bænum Tashkinovo, nálægt borginni Neftekamsk sem er ekki langt frá landamærunum við Kasakstan.

Börnunum í bekknum, sem eru á fjórtánda ári, var heldur betur brugðið þegar gamli maðurinn settist niður og setti klámmyndband í gang. Augljóst var að hann áttaði sig ekki á því að skjávarpinn var tengdur og hann var að spila það fyrir allan bekkinn eins og segir í frétt Daily Mail um málið.

Laumaðist einn nemandinn til þess að taka myndband af þessu. Var myndbandinu svo hlaðið upp á samfélagsmiðla og fór fljótt af stað um netheima.

Foreldrar reiðir

Skólinn var ekki á því að láta kennarann taka ábyrgðina á þessu og upphaflega var nemendunum kennt um. Var því haldið fram að nemendurnir hafi verið að gera kennaranum grikk.

Hins vegar viðurkenndi Razif að hafa opnað myndbandið sjálfur. En hélt því reyndar fram að það hafi verið fyrir mistök. „Ég klikkaði á eitthvað og einhver heimasíða opnaðist,“ sagði hann. Sagðist hann hafa ætlað að reyna að opna vísindatímarit en það fór ekki betur en þetta. Hann hafi alls ekki ætlað að opna klámsíðu, hvað þá að sýna nemendunum hana.

Að sögn skólastjórans, Rudinu Burkhanova, var kennarinn miður sín eftir að myndbandið fór á flakk um netheima. Foreldrar voru einnig mjög reiðir og hneykslaðir á kennaranum.

Fór svo að Razif sagði upp störfum út af málinu. Það var þó ekki vegna þrýstings frá skólanum en að sögn skólastjórans var hann mikils metinn starfsmaður og erfitt verður að finna staðgengil fyrir hann. Hafði Razif kennt eðlisfræði í um 40 ár við skólann.

Rannsóknir á tveimur stöðum

Að sögn skólastjórans er nú rannsókn á málinu í gangi innan veggja skólans. Meðal annars á því hvernig efninu var dreift. Munu niðurstöðurnar verða kynntar síðar.

„Ég verð að heyra báðar hliðar,“ sagði Rudina. „Ég er nú þegar búin að tala við börnin og foreldrana og mun tala við kennarann. Aðeins eftir að ég hef rætt við alla aðila mun ég taka ákvörðun mína.“

En það eru ekki aðeins skólayfirvöld sem eru að skoða málið. Lögreglunni í héraðinu Bashkortostan var gert viðvart af málinu og gerði hún fartölvu Razif upptæka. Lögreglurannsókn stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Í gær

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél

Gagnrýna rússnesk yfirvöld – Gáfu mæðrum fallinna hermanna hakkavél
Fréttir
Í gær

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?

Er þetta síðasta varnarlínan gegn Trump? – Virkar hún?
Fréttir
Í gær

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“

Skúli inntur svara um meinta reimleika í Hvammsvík eftir að ferðamenn flúðu í ofboði – „Þetta eru draugar í fleirtölu“
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“