fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Íslensk kona búsett í Noregi ákærð fyrir kókaínakstur á Norðurlandi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. mars 2025 10:06

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákæra hefur verið gefin út í Lögbirtingablaðinu á hendur íslenskri konu sem skráð er með búsetu í Noregi fyrir að aka bifreið á Norðurlandi undir áhrifum kókaíns með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði utan vegar.

Konunni er stefnt til að mæta fyrir Héraðsdóm Norðurlands Vestra þegar mál hennar verður tekið fyrir í lok apríl. Konan er ákærð fyrir hafa aðfaranótt miðvikudagsins 23. ágúst 2023 ekið bifreiðinni norður Norðurlandsfjallsveg við Stóru-Giljá í Húnabyggð, og misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar, óhæf til að stjórna henni örugglega vegna áhrifa kókaíns. Magns kókaíns í blóði konunnar reyndist 75 nanógrömm per millilítra.

Þess er krafist að konan verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar og til að sæta sviptingu ökuréttar.

Samkvæmt ákærunni er heimilisfang konunnar í Noregi óþekkt og því hefur væntanlega ekki tekist að birta henni ákæruna og þar með farin sú leið að birta hana í Lögbirtingablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið

Sakaður um sérstaklega hættulega hnífaárás þegar hann var 15 ára – Stakk ungling í bakið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Síðustu dagar Gene Hackman

Síðustu dagar Gene Hackman
Fréttir
Í gær

Eiginkona Einars býr á hjúkrunarheimili sem á að byggja ofan á – „Þetta er fullkomlega skelfilegt“

Eiginkona Einars býr á hjúkrunarheimili sem á að byggja ofan á – „Þetta er fullkomlega skelfilegt“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“
Fréttir
Í gær

Dánarorsök hunds Hackman hjónanna opinberuð – Tveir aðrir hundar lifðu af

Dánarorsök hunds Hackman hjónanna opinberuð – Tveir aðrir hundar lifðu af