fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Fréttir

Hopp harmar skemmdarverkið á Seltjarnarnesi – Afhentu lögreglu upplýsingar um notandann

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 11. mars 2025 13:17

Sæunn segir að málið sé komið í réttan farveg hjá lögreglu, tryggingum og bæjarskrifstofu Seltjarnarness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hopp hefur afhent Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu upplýsingar um notandann sem skildi deilibíl fyrirtækisins eftir hálfan ofan í drullupytti við Bakkastjörn á Seltjarnarnesi. Atvikið er harmað.

„Við hér hjá Hopp hörmum þetta atvik sem er óásættanlegt að öllu leyti,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, stjórnarformaður Hopp.

Eins og DV greindi frá í hádeginu fékk lögregla tilkynningu um mannlausan Hopp-bíl í Bakkatjörn, á viðkvæmu fuglasvæði. Nú er búið að draga bílinn upp úr pyttinum og fjarlægja hann.

Sjá einnig:

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Sæunn segir að búið sé að afhenda lögreglu upplýsingar um notanda deilibílsins sem skildi svona við hann. Málið sé komið í réttan farveg hjá bæði lögreglu og tryggingafélagi. Einnig hafi verið haft samband við bæjarskrifstofu Seltjarnarnes vegna málsins.

„Það er miður að svona atvik þurfi að gerast þar sem borgarland og þar af friðland sé vanvirt með þessum hætti,“ segir Sæunn að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína

Sjötugur karlmaður ákærður fyrir að stela um 40 milljónum úr dánarbúi móður sinnar – Lagði fimm milljónir inn á dóttur sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm

Skarphéðinn nýr framkvæmdastjóri Sagafilm
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða

Dagbjört komin í opið fangelsi eftir aðeins 15 mánaða afplánun – Fékk 16 ár fyrir að pynta mann til dauða
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið

Mannlaus Hopp-bíll fastur í drullupytti á viðkvæmu svæði á Seltjarnarnesi – Lögregla rannsakar málið
Fréttir
Í gær

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“

Íbúar fengið nóg og kalla eftir aðgerðum: „Alveg sama hvað þú gerir, alltaf lendirðu á vegg“
Fréttir
Í gær

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“

Eliza Reid um ógnina frá Trump – „Sýnum ofbeldisseggjum að við erum ekki hrædd“