fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Varar Trump við – „Mistök af svakalegri stærðargráðu“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 08:00

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann er fyrrum aðmíráll og hann sat á toppnum hjá NATÓ, var yfirmaður NATÓ í Evrópu. Hann sendi nýlega skýra aðvörun til Donald Trump og varaði hann við mistök af svakalegri stærðargráðu.

„Að draga Bandaríkin út úr NATÓ myndu vera mistök af svakalegri stærðargráðu,“ skrifaði James G. Stavridis, nýlega í grein sem Bloomberg birti.

Hann hefur heyrt marga áhrifamikla Repúblikana tala um að Bandaríkin muni segja skilið við NATÓ og það telur hann allt annað en góða hugmynd sem og margt annað sem Trump og stjórn hans eru að gera.

„Ákvörðun Bandaríkjanna um að greiða atkvæði gegn ályktun Sameinuðu þjóðanna, sem fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu, ásamt Rússlandi og Norður-Kóreu, var sönnun fyrir minni samstöðu NATÓ en áður,“ skrifaði hann einnig.

Hann sagðist vonast til að samstarfið á milli Evrópu og Bandaríkjanna muni ekki hrynja algjörlega til grunna en hann heyri braka og bresta í því. Ef það hrynji til grunna, þá muni það aðeins hafa slæm áhrif beggja megin Atlantshafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Laun Heiðu Bjargar hafi hækkað um 50 prósent á tveimur árum, ekki 170 prósent

Laun Heiðu Bjargar hafi hækkað um 50 prósent á tveimur árum, ekki 170 prósent
Fréttir
Í gær

Segir fjölmarga Víetnama starfa á Íslandi á grundvelli falsaðra hæfnisskírteina – „Það þarf að vekja athygli á þessu ástandi“

Segir fjölmarga Víetnama starfa á Íslandi á grundvelli falsaðra hæfnisskírteina – „Það þarf að vekja athygli á þessu ástandi“
Fréttir
Í gær

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“

Apple bætir við átta nýjum tjáknum – „Þetta er besta tjáknið sem þeir hafa bætt við í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“

Ferðamenn flúðu lúxushús Skúla Mogensen á hlaupum vegna draugagangs – „We ran for our lives“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild

Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild