fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Hætt störfum eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og umdeilda ráðningu sambýlismanns

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 11:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem starfaði sem forstöðumaður umhverfis- og sorpmála hjá Akureyrarbæ er hætt störfum í kjölfar ásakana um að hún hafi áreitt undirmann sinn kynferðislega. Auk þess hafði borið á töluverðri gagnrýni eftir að  sambýlismaður og barnsfaðir þessarar sömu konu var ráðinn sem ráðgjafi vegna sorptunnuskipta bæjarins.

Eins og DV greindi frá nýlega gætti töluverðrar óánægju með ráðninguna en samkvæmt ábendingum sem DV bárust var vafi talinn leika á að maðurinn væri hæfur til að annast þessa ráðgjöf en þó nokkurrar óánægju hefur gætt meðal bæjarbúa með sorptunnuskiptin sem hafa þótt ganga hægt. Farið var í skiptin vegna breytinga á lögum og aukinna krafna um sorpflokkun í kjölfar þeirra en þessar breytingar ættu flestir íbúar hér á landi að kannast við.

Guðríður Erla Friðriksdóttir sviðsstjóri Umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar var yfirmaður umræddrar konu en Guðríður tjáði DV að það hefði verið hún sjálf en ekki konan sem réð manninn til starfa. Guðríður viðurkenndi það í samtali við RÚV að eftir á að hyggja hefði átt að huga betur að tengslum konunnar og mannsins. Vildi Guðríður hins vegar meina að maðurinn hefði verið vel hæfur til að annast ráðgjöfina.

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

RÚV greindi síðan frá því fyrr í dag að konan væri nú hætt störfum í kjölfar ásakana um kynferðislega áreitni í garð undirmanns, á árshátíð bæjarins í október í fyrra, en hún hafði verið í leyfi í nokkurn tíma eftir að þær ásakanir komu fram. Samkvæmt heimildum RÚV höfðu fleiri einstaklingar sakað konuna um ósæmilega hegðun.

Guðríður sviðsstjóri sagðist ekki geta tjáð sig við RÚV um málefni konunnar.

Uppfært: RÚV fullyrti upphaflega að forstöðumanninum hefði verið sagt upp störfum en hefur nú uppfært fréttina eftir athugasemdir frá lögmanni konunnar. Nú segir RÚV að konan sé hætt störfum en tekur ekki fram hvernig starfslokin komu til. Frétt DV hefur verið uppfærð til samræmis. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elín Metta komin heim
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins

Tveimur samningsbrotamálum gegn Íslandi vísað til EFTA-dómstólsins
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum

Arna Magnea birtir hatursfull skilaboð frá þekktum einstaklingum
Fréttir
Í gær

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld

Bláskógabyggð sögð skaðabótaskyld
Fréttir
Í gær

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“

Kristinn svarar pistli blaðamanns: „Ég var að biðja þessar ungu konur að færa fórn“
Fréttir
Í gær

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“

Skítafýla skekur Skagamenn – „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað þetta er ógeðsleg lykt“