fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu á Austurlandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. mars 2025 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi vegna alvarlegs umferðarslys sem varð á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi, í gær kemur fram að einstaklingurinn sem lést í slysinu hafi verið Íslendingur á áttræðisaldri.

Fram kemur að tilkynning um slysið barst klukkan 11:45 í gær. Allt tiltækt lið lögreglu var sent á staðinn auk sjúkraliðs frá Fjarðabyggð og tækjabifreiðar frá Djúpavogi og úr Fjarðabyggð.

2 Þyrlur Landhelgisgæslunnar komu á vettvang og fluttu slasaða undir læknishendur.

Enginn þeirra þriggja sem fluttir voru á Landsspítalann er í lífshættu.

Eins og áður segir var einstaklingurinn sem lést í slysinu Íslendingur á áttræðisaldri.

Segir að lokum í tilkynningunni að rannsókn slyssins sé í fullum gangi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorsteinn V. ósáttur við að fá ekki boð á Bessastaði þar sem fundað var um karlmennsku – „Ég ætti kannski bara að vera meira kósí“

Þorsteinn V. ósáttur við að fá ekki boð á Bessastaði þar sem fundað var um karlmennsku – „Ég ætti kannski bara að vera meira kósí“
Fréttir
Í gær

Einn látinn eftir umferðarslys á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur

Einn látinn eftir umferðarslys á Hringveginum á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem bauð piltum munnmök og áreitti þá fær áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar

Konan sem bauð piltum munnmök og áreitti þá fær áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sönnuðu mál sitt en voru of sein að bregðast við

Sönnuðu mál sitt en voru of sein að bregðast við