fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Jörfi opnar nýja fagverslun í Grænum iðngörðum á Akranesi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 8. mars 2025 11:50

Grænir iðngarðar á Akranesi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt fyrirtæki, Jörfi ehf. pípulagna- og véltækniþjónusta, hefur tekið til starfa í nýju 550 fermetra húsnæði við Nesflóa 1, í Grænum iðngörðum á Akranesi. Jörfi veitir alhliða pípulagnaþjónustu ásamt véltæknilegri þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Fyrirtækið verður með starfsemi í þremur bilum í húsinu við Nesflóa, vélaverkstæði verður í einu og svo fagverslun fyrir iðnaðarmenn og fyrirtæki í tveimur bilum.

Verslunin er í samstarfi við Ísrör og Hringás og mun bjóða upp á breitt úrval af gæðaefni til innan- og utanhússlagna auk ýmissa sérlausna fyrir mannvirkja- og veitugeirann. Ísrör er birgir verslunarinnar hvað varðar allt efni til utanhússlagna en Hringás er helsti birgir Jörfa í innanhússlögnum, búnaði og sérlausnum, eins og segir í fréttatilkynningu.

Eigendur og forsvarsmenn Jörfa ehf. eru þrír: Óttar Þór Ágústsson, Bjarki Óskarsson og Einar Pálsson. Auk þeirra fer Merkjaklöpp samstæðan með eignarhlut í fyrirtækinu, en Merkjaklöpp hefur látið vel til sín taka við þróun og uppbyggingu Grænna iðngarða í Flóahverfi og á samstæðan orðið nokkuð af fasteignum á svæðinu.

„Við búum allir að mikilli reynslu á sviði pípulagna, vélvirkjunar og stálsmíði og ætlum okkur að byggja upp stórt og öflugt fyrirtæki á þessu sviði,“ segir Óttar Þór Ágústsson framkvæmdastjóri. „Við verðum með vélaverkstæði og munum selja vörur og þjónustu frá Hydroscand; glussafittings og slöngur í flestallar gerðir vinnuvéla. Þá munum við bjóða upp á alla almenna pípulagnaþjónustu, nýlagnir og viðhald, ásamt því að veita ráðgjöf til viðskiptavina um val á lögnum og búnaði. Einnig munum við taka að okkur samsetningar og viðgerðir á búnaði af öllum mögulegum stærðum og gerðum; sinna viðhaldi, sérhæfðri véltækniþjónustu, ástandsgreiningu, sérsmíði vélarhluta og þjónustu við dælur.“

Sjö manns starfa hjá Jörfa ehf. í byrjun en starfsfólki mun fjölga á næstu misserum að sögn eigendanna. „Við erum afar spennt að vera að byggja upp nýtt fyrirtæki og bjóða lausnir og vöruúrval í verslun sem ekki hefur verið til hér á svæðinu og gera þessa þjónustu þar með aðgengilegri á Akranesi og Vesturlandi öllu,“ segir Óttar Þór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði

Hvetur flugfarþega til að gera ekki sömu mistök og hún gerði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild

Reykjavíkurborg eykur hlut sinn í malbikunarstöð sem verið hefur umdeild
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín Hirst óttast um föður sinn: Borgar 530 þúsund á mánuði – „Hver passar upp á hans hagsmuni í þessu máli?“

Elín Hirst óttast um föður sinn: Borgar 530 þúsund á mánuði – „Hver passar upp á hans hagsmuni í þessu máli?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir hefur ekki fengið að sjá börnin sín í þrjá mánuði þrátt fyrir úrskurð um að þau eigi að búa hjá henni

Móðir hefur ekki fengið að sjá börnin sín í þrjá mánuði þrátt fyrir úrskurð um að þau eigi að búa hjá henni