Ryan James Wedding, 43 ára Kanadamanni, var bætt á listann í gær en hann grunaður um að vera höfuðpaurinn í alþjóðlegum glæpahring sem sýslar með fíkniefni. Ryan þessi keppti á snjóbretti í risasvigi fyrir hönd Kanada á leikunum þar sem hann endaði í 24. sæti.
FBI hefur lagt tíu milljónir Bandaríkjadala, rúmlega 1,3 milljarða króna, til höfuðs Ryan.
Á blaðamannafundi í gær sagði Akil Davis, yfirmaður FBI í Los Angeles, að glæpagengi Ryans hefði smyglað mörg hundruð kílóum af kókaíni frá Kólumbíu, í gegnum Mexíkó, suðurhluta Kaliforníu og þaðan meðal annars til Kanada. Ryan er auk þess grunaður um að hafa fyrirskipað þó nokkur morð og sjálfur myrt þrjá einstaklinga.
Óvíst er hvar hann heldur sig en þó er talið að hann hafi flúið til Mexíkó og mun hann í dag vera hátt settur meðlimur í Sinaloa-glæpasamtökunum. Gengur hann undir nöfnunum „El Jefe“ eða „Public Enemy“.
Ryan, sem er fæddur árið 1981, tók sæti Alexis Flores á topp 10 lista FBI en sá er enn eftirlýstur fyrir morð og nauðgun á fimm ára stúlku í Bandaríkjunum árið 2000.