fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
Fréttir

Elín Hirst óttast um föður sinn: Borgar 530 þúsund á mánuði – „Hver passar upp á hans hagsmuni í þessu máli?“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. mars 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fullyrði að þessi framkoma er brot á mannréttinum,“ segir Elín Hirst, fjölmiðlakona og fyrrverandi þingkona, í aðsendri grein á vef Vísis í morgun.

Þar skrifar Elín um fyrirhugaðar framkvæmdir við hjúkrunarheimilið Sóltún , en til stendur að byggja nýja hæð ofan á húsið auk viðbyggingar. Eiga framkvæmdir að hefjast á þessu ári og standa fram á árið 2027.

Fasteignin er í eigu fasteignafélagsins Heima, sem áður hét Reginn, og samkvæmt heimasíðu Sóltúns er markmiðið með framkvæmdunum að uppfæra húsnæðið miðað við nútímakröfur heilbrigðisstofnunar.

Aldraður faðir Elínar er búsettur í Sóltúni og óttast Elín um velferð hans og annarra íbúa hjúkrunarheimilisins á meðan á framkvæmdum stendur.

„Enn skýtur þessi vonda hugmynd upp kollinum, að byggja heila hæð ofan á hjúkrunarheimilið við Sóltún 2 í Reykjavík, og láta aldraða og veika búa í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur,“ segir Elín í grein sinni.

Elín bendir á að faðir hennar sé níræður og greiði 530 þúsund krónur á mánuði fyrir dvöl og umönnun í Sóltúni.

„Hver passar upp á hans hagsmuni í þessu máli? Hann hefur ekki einu sinni verið spurður. Er hann réttlaus af því að hann býr á hjúkrunarheimili? Eiga heimilismenn ekki að fá að eyða síðustu ævikvöldunum í næði og með reisn,“ spyr hún og er ómyrk í máli.

„Ég fullyrði að þessi framkoma er brot á mannréttinum, friðhelgi heimilis og einkalífs, auk brota á svokölluðum OPCAT samningi sem Umboðsmaður Alþingis sér um að framfylgja. OPCAT er valfrjáls bókun við samning Sameinuð þjóðanna sem Íslendingar eru aðilar að til að m.a. sporna við ómannlegri eða vanvirðandi meðferð á fólki. Á sama tíma les maður á heimasíðu Sóltúns að öryggi og vellíðan séu æðstu markmið starfseminnar í húsinu. Þetta gengur engan veginn upp?“

Elín skrifaði einnig grein um málið í fyrra þar sem hún sagði ljóst að byggingaframkvæmdirnar muni skapa mikla vanlíðan meðal íbúa vegna hávaða og mengunar sem þeim mun fylgja.

„Fæst okkar sem hraust erum höfum áhuga á því að búa í húsnæði sem er í smíðum hvað þá sjúklingarnir í Sóltúni sem eru afar viðkvæmur hópur sem er að ljúka sínu ævikvöldi. Síðustu ævidagarnir verða því afar nöturlegir við þessar aðstæður, svo ekki sé fastar að orði kveðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega

Túnið við Höfða enn þá í skralli næstum tveim mánuðum eftir atvikið ótrúlega
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“

Umdeildur fyrirlesari á leið til Íslands – „Einn versti zíonistinn á netinu“
Fréttir
Í gær

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki

Trumpistar komnir í stríð við sjálfsfróun – Vilja að fólk sendi skilríki
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar

Ríkisendurskoðun svarar aðdróttunum fullum hálsi og segir ásakanirnar alvarlegar